Leit
Loka

Að tala við einhvern og styrkja tengsl

Þegar við erum að fást við erfiðleika þá getur verið hjálplegt að ræða við traustan vin, fjölskyldu eða vinnufélaga. Einnig er hægt að hafa samband við hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 eða nota netspjall Rauða Krossins

Hér fyrir neðan eru nokkrar fleiri hugmyndir um hvernig hægt er að styrkja félagsleg tengsl.

Það getur stundum verið erfitt að ná tengslum við aðra, sérstaklega þegar við erum upptekin, stressuð eða niðurdregin. Að vera í nánum samskiptum við aðra getur stuðlað að hamingju okkar og heilbrigði, hvort sem það er við vini, fjölskyldu, nágranna eða samstarfsfélaga. Náin samskipti við aðra geta jafnvel verndað okkur gegn veikindum. Það eru margar leiðir til þess að eiga í heilbrigðum samskiptum. Það er í þínum höndum hvernig þú velur að gera það. Góð félagsleg tengsl taka á sig ýmsar myndir. 

Hér eru því nokkur einföld ráð um hvernig megi mynda betri félagsleg tengsl:

  • Gerðu plön. Gefðu þér tíma til að tala við fólk, gerðu plön með fólki og stattu við þau.
  • Hafðu samband við fólk á hverjum degi . Reyndu að tala við fjölskyldumeðlim eða einhvern sem þú treystir á hverjum degi. Þetta gæti verið ákveðinn fjölskyldutími þar sem allir fjölskyldumeðlimir leggja frá sér símana, gera eitthvað saman, borða eða bara tala saman. Þetta þurfa ekki að vera nánir vinir eða fjölskyldumeðlimir. Að eiga kunningja getur einnig haft ávinning. Prufaðu að gerast meðlimur í félagi eða fara á viðburði til að hitta nýtt fólk. Talaðu í símann, sendu tölvupóst eða smáskilaboð til að vera í sambandi við aðra.
  • Stundaðu áhugamálin þín.  Kannaðu hvort það séu námskeið eða viðburðir í nágrenninu sem þú hefur áhuga á. Prófaðu að fara og heilsa upp á fólk þar. Þetta er frábær leið til að kynnast fólki með svipuð áhugamál.
  • Leitaðu til annarra.  Að deila hugsunum sínum getur verið virkilega hjálplegt, hvort sem það er með einhverjum sem þú þekkir, sjálfboðaliða eða fagaðila. Það er alltaf einhver sem er tilbúinn að hlusta. Hugsaðu hvort það sé einhver sem þú varst einu sinni náin/n og gætir tengst aftur. Þegar þú hefur samband við aðra, vertu forvitin/n og spurðu viðkomandi spurninga um þá sjálfa og lífið þeirra. Þetta getur verið mjög hjálplegt til að mynda góð tengsl. Að auki er Hjálparsími Rauða krossins 1717 með þjálfaða sjálfsboðaliða sem er umhugað um það sem þú hefur að segja og geta veitt aðstoð ef þú þarft á því að halda.
  • Bjóddu fram aðstoð þína. Þú getur einnig gerst sjálfboðaliði og hjálpað öðrum ef þú hefur áhuga á því. Það er ekki einungis fallega gert heldur einnig góð leið til að bæta eigin geðheilsu og frábær leið til að kynnast öðrum sjálfboðaliðum og fólkinu sem þú ert að styðja. Skoðaðu sjálfboðaliða samtök eða annað sem þú hefur áhuga á og hafðu samband og sjáðu hvort þeim vanti ekki aðstoð. Þú getur líka boðið vini, vandamönnum, nágranna eða samstarfsfélaga hjálp þína. Við getum öll gert einfalda hluti til að vera aðeins félagslyndari og hjálpað öðrum í lífi okkar að vera það líka.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?