Leit
Loka

Fyrirburateymi - Barnaspítali

Markmiðið er eftirlit með heilsu og þroska fyrirburans og stuðningur við foreldra, þar sem sérstök áhersla er lögð á skimun, stuðning og eftirfylgni vegna sértækra fyrirburavandamála.

Banner mynd fyrir Fyrirburateymi - Barnaspítali

Hvernig er best að ná í okkur?

Skjólstæðingar teymisins geta pantað tíma á göngudeild í síma 825-3704 eða 543-3700.

Hægt er að koma skilaboðum til meðlima teymisins frá kl. 8:00-16:00 virka daga í gegnum skiptiborð Landspítala: 543-1000.

Einnig geta skjólstæðingar hringt í hjúkrunarfræðing teymisins í síma 825-3704 á virkum dögum frá kl 8:00-16:00.

Hagnýtar upplýsingar

Sjúklingahópurinn eru börn fædd fyrir 32. viku meðgöngu og/eða eru fædd léttari en 1500g og fjölskyldur þeirra.

Markmiðið er eftirlit með heilsu og þroska fyrirburans og stuðningur við foreldra, þar sem sérstök áhersla er lögð á skimun, stuðning og eftirfylgni vegna sértækra fyrirburavandamála.

Við útskrift af vökudeild er fjölskyldum vísað í eftirlit hjá teyminu á göngudeild Barnaspítalans.

Þar hittir fjölskyldan hjúkrunarfræðing, lækni og sjúkraþjálfara.

Ráðgjöf næringarfræðings, talmeinafræðings, sálfræðings og annarra fagaðila er veitt eftir þörfum.

Börnin koma til eftirlits skömmu eftir útskrift af vökudeild og síðan á ákveðnum tímapunktum á fyrstu tveimur árum lífsins.

Stuðningur og eftirlit þar fyrir utan fer eftir þörfum barns og foreldra.

 • Elísabet Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Gizela Lobez, næringarfræðingur
 • Helga Bogadóttir, sjúkraþjálfari
 • Heiða D. Sigurjónsdóttir, talmeinafræðingur
 • Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sálfræðingur
 • Jónas G. Halldórsson, sálfræðingur
 • Kristín Leifsdóttir, læknir
 • Margrethe Thaagaard Andreasen, félagsráðgjafi
 • Marta Eydal, talmeinafræðingur
 • Rakel B. Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Rósa Gunnsteinsdóttir, iðjuþjálfi
 • Steinn Jónsson, læknir
 • Steinunn Unnsteinsdóttir, sjúkraþjálfari

  Ráðgafar:
 • Ingibjörg Georgsdóttir, læknir
 • Sigurður E. Marelsson, læknir
 • Ingibjörg Hinriksdóttir, læknir

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?