Heilsuskóli Barnaspítalans
Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma.
Hvernig er best að ná í okkur?
Tilvísun í Heilsuskólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðing, heimilislækni eða aðra heilbrigðistarfsmenn.
Nánari upplýsingar: heilsuskolinn@lsh.is.
Hægt er að koma skilaboðum til teymismeðlima Heilsuskólans frá kl. 8:00-16:00 virka daga í gegnum skiptiborð Landspítala: 543-1000.
Hagnýtar upplýsingar
Viðmiðið er börn/unglingar sem eru 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða mikil þyngdaraukning á stuttum tíma.
Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma.
Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um mataræði og hreyfingu.
Meðferð í Heilsuskólanum er einstaklingsmiðuð en einnig er unnið í hópum.
Í fyrsta viðtali sem tekur um 90 mínútur, er Heilsuskólinn kynntur, rætt er um lífsvenjur og farið í gegnum heilsufarssögu barnsins/unglingsins.
Blóðþrýstingur er mældur auk hæðar og þyngdar ásamt því að ummáli mittis og upphandleggs er tekið.
Barnið/unglingurinn fær beiðni í blóðprufu.
Eftir viðtalið er þörf fyrir meðferð metin.
- Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringarfræðingur
- Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur
- Elva Sturludóttir, félagsráðgjafi
- Ragnar Bjarnason, læknir
- Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur
- Sigrún Þorsteinsdóttir, sálfræðingur
- Tryggvi Helgason, læknir
- Úlfhildur Fenger, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur
- Þórður Sævarsson, íþrótta- og heilsufræðingur
Í Heilsuskóla Barnaspítalans er lögð áhersla á að leiðbeina fjölskyldum í átt að þyngdarstjórnun.
Stuðningur er veittur til að viðhalda breytingum og bæta lífsgæði til lengri tíma.
Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að ráðleggja um mataræði og hvernig má flétta hreyfingu inn í daglegt líf.
Við Heilsuskóla Barnaspítalans vinnur þverfaglegt teymi sem aðstoðarbörn og fjölskyldur við að stuðla að heilbrigðu líferni.
- Sálfræðingar
- Félagsráðgjafi
- Læknir
- Næringarfræðingar
- Íþrótta-og heilsufræðingur
Hópmeðferð fyrir 8-12 ára:
- 6 vikur, mæting þrisvar í viku, eftirfylgd í 1 ár
Meðferð fyrir unglinga:
- 3 fræðslutímar, 3 tímar í markmiðasetningu, eftirfylgd í 1 ár.
Einstaklingsmeðferð:
- Regluleg viðtöl hjá hjúkrunarfræðingi/sálfræðingi/lækni