Upplýsingar um hvernig sótt er um súrefnismeðferð
Súrefnisþjónustan er starfrækt á Göngudeild lyflækninga A3 á LSH í Fossvogi.
Umsóknir eru metnar hverju sinni á grundvelli innsendra upplýsinga. Súrefnismeðferð er fyrst og fremst ætluð sjúklingum sem hafa súrefnismettun undir 90% og pO2 <55mmHg án viðbótarsúrefnis.
Æskilegt er að álit lungnalæknis liggi fyrir. Sjúklingur þarf að hafa verið reyklaus í að minnsta kosti 3 mánuði. Nauðsynlegt er að endurmeta súrefnismeðferð þremur mánuðum eftir að hún hefst.
Umsókn um súrefnismeðferð er fyllt út í Heilsugátt
Ef viðkomandi er ekki með aðgang að heilsugátt er hægt að senda tilvísun milli stofnana á Göngudeild Lyflækninga A3.
Afgreiðsla umsókna ásamt afhendingu búnaðar tekur u.þ.b. 2 daga. Ef sérstakar aðstæður krefja er hægt að hraða afgreiðslu einstakra mála, með því að hafa samband við súrefnisþjónustuna í síma 543-6040
Kveðja
Starfsfólk Súrefnisþjónustunnar