Leit
Loka

Heilsuskóli Barnaspítalans

Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma.

Banner mynd fyrir Heilsuskóli Barnaspítalans

Hafðu samband

OPIÐ8-16

Heilsuskóli Barnaspítalans - mynd

Hér erum við

Barnaspítali Hringsins - v/ Hringbraut, 101 Reykjavík

Sjá á korti

Hagnýtar upplýsingar

Börn og unglinga og fjölskyldur þeirra.

Viðmiðið er börn/unglingar sem eru 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í BMI eða mikil þyngdaraukning á stuttum tíma.

Einfaldast er að senda tölvupóst á heilsuskolinn@landspitali.is  

Einnig er hægt er að koma skilaboðum til teymismeðlima Heilsuskólans frá kl. 8:00-16:00 virka daga með því að hringja í skiptiborð Landspítala: 543-1000 sem koma skilaboðum til okkar áleiðis.

Tilvísun í Heilsuskólann þarf að berast frá heimilislækni rafrænt í gegnum Heilsugátt. Tilvísun má finna undir viðkomandi sjúklingi. Athugið að einungis er tekið við rafrænum tilvísunum.

Heilsuskólinn veitir börnum og unglingum meðferð við offitu. Ef tilfinninga- eða hegðunarvandi er til staðar er ráðlagt að leita meðferðar í viðeigandi meðferðarúrræði.

Í Heilsuskólanum eru fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma.

Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að veita ráðgjöf um mataræði og hreyfingu.

Meðferð í Heilsuskólanum er einstaklingsmiðuð en einnig er unnið í hópum.

Í fyrsta viðtali sem tekur um 90 mínútur, er Heilsuskólinn kynntur, rætt er um lífsvenjur og farið í gegnum heilsufarssögu barnsins/unglingsins.

Barnið/unglingurinn fær beiðni í blóðprufu.

Eftir viðtalið er þörf fyrir meðferð metin í samráði við fjölskyldu barnsins/unglingsins.

Í teyminu eru eftirfarandi fagstéttir:

 • Læknir
 • Hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur
 • Sálfræðingur
 • Íþrótta- og heilsufræðingur
 • Næringarfræðingur
 • Félagsráðgjafi

Við heitum og starf okkar er:

 • Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringarfræðingur
 • Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur
 • Berglind Jónsdóttir, læknir
 • Marta Ólafsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur 
 • Ragnar Bjarnason, yfirlæknir
 • Sigrún Þorsteinsdóttir, sálfræðingur
 • Sveinbjörg María Dagbjartsdóttir, félagsráðgjafi
 • Tryggvi Helgason, læknir
 • Úlfhildur Fenger, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur

Í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins er lögð áhersla á að leiðbeina fjölskyldum í átt að heilbrigðum lífsvenjum. Stuðningur er veittur til að viðhalda breytingum og bæta lífsgæði til lengri tíma. Leitast er við að hvetja börnin áfram með styðjandi hætti ásamt því að ráðleggja um bættar lífsvenjur. Við Heilsuskóla barnaspítalans vinnur þverfaglegt teymi: Sálfræðingar, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, félagsráðgjafi, læknar, næringarfræðingur, og íþróttafræðingur.

Inntökuviðtal

Í fyrstu komu fer fram inntökuviðtal sem tekur um 90 mínútur þar sem barn og forsjáraðili hittir lækni, hjúkrunarfræðing og íþróttafræðing.

Meðferð Heilsuskólans

Í fyrstu komu eftir inntökuviðtal er málstjóri kynntur og barni og forsjáraðila kynnt næstu skref sem felast í því að barn og forsjáraðili sækir:

 • Regluleg viðtöl hjá meðferðaraðilum Heilsuskólans.
 • Hópfræðsla í eina klukkustund (3 skipti) þar sem foreldrar barna 7-11 ára mæta án barnsins.
 • Foreldrar 12-18 ára barna mæta ásamt barninu (3 skipti).
 • Þrír einstaklingstímar í markmiðasetningu þar sem barnið mætir með forsjáraðila.
 • Ef barni hentar ekki hópaúrræði er komið til móts við það.

Eftirfylgd

Barni er fylgt eftir á þriggja mánaða fresti í eitt ár og svo einu sinni á ári eftir það eða oftar eftir þörfum.
Stefnt er að langtímaeftirliti í nánu samstarfi við heilsugæslu viðkomandi barns og fjölskyldu.

Biðtími

Vegna fjölda umsókna getur biðtíminn verið langur. Hvatt er til þess að nota biðtímann vel og skoða hvort fjölskyldan geti gert breytingar á lífsvenjum í samráði við tílvísanda. Gott er að kynna sér ráðleggingar um heilbrigðar lífsvenjur á www.heilsuvera.is.
Ef upp koma breytingar sem valda auknum vanda, ef ekki er lengur óskað eftir þjónustu Heilsuskólans eða ef óskað er eftir frekari upplýsingum, vinsamlega látið vita á netfangið: heilsuskolinn@landspitali.is.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?