Leit
Loka

Verkjamiðstöð / verkjateymi Landspítala

Hlutverk verkjamiðstöðvar er að greina, meðhöndla og veita ráðgjöf vegna verkjavandamála sem krefjast aðkomu sérfræðinga. Miðstöðin sinnir sjúklingum á Landspítala með langvinna eða erfiða verki, óháð sviði eða deild. Teymið sinnir jafnt börnum sem fullorðnum, inniliggjandi eða í meðferð á göngudeild. Einnig er tekið við tilvísunum frá heilsugæslu eða sérfræðingum utan Landspítala vegna fólks með langvinna verki sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda.

Banner mynd fyrir  Verkjamiðstöð / verkjateymi Landspítala

Hagnýtar upplýsingar

Á miðstöðinni starfar þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks með sérfræðiþekkingu á sviði verkjameðferðar. Á verkjamiðstöð starfa sérfræðilæknar, sérfræðingur í hjúkrun, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliði, sálfræðingur, lyfjafræðingur og ritari.

Deildarstjóri: Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun, sími: 5435250, GSM: 8245494.

Yfirlæknir: Kári Hreinsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum og verkjameðferð

Starfsemin skiptist í:

  • Greiningu og mat á verkjum
  • Ráðgjöf um meðferð til heilbrigðisstarfsfólks eða heilbrigðisstofnana
  • Sérhæfð inngrip s.s. ísetning mænuörva, ífarandi meðferð svo sem rafbylgjumeðferð (e. radio frequency), deyfingar og lyfjagjöf
  • Kennslu og fræðslu til nemenda í heilbrigðisvísindum og heilbrigðisstarfsfólk
  • Gæða- og umbótastarf innan spítalans (gerð verklagsreglna og leiðbeininga)
  • Þróun þekkingar á sviðinu með vísindarannsóknum

Verkjamiðstöðin er starfrækt í Holtasmára 1, 7.hæð, í Kópavogi þrjá daga vikunnar, alla þriðjudaga til fimmtudaga frá 8-16. Sími: 543-5251.

Miðstöðin hefur einnig aðstöðu á Landspítala Hringbraut, 13B, mánudaga og föstudaga. Sími: 5435253


Fyrirspurnum um biðlista og endurtekna meðferð er svarað í símatíma hjúkrunarfræðinga á mánudögum milli kl. 8-10. Sími: 5435253.

Ósk um ráðgjöf fyrir inniliggjandi sjúklinga:

Senda þarf beiðni um ráðgjöf í Sögu sem er stíluð á verkjamiðstöð (deild sem óskað er ráðgjafar frá). Beiðnum er svarað eins fljótt og kostur er en ekki er hægt að gera ráð fyrir samdægurs ráðgjöf. Æskilegt er að hringja og láta vita af beiðni ef málið er aðkallandi. Sjá verklagsreglu: Beiðni um ráðgjöf frá verkjateymi í gæðahandbók Landspítala.

Vinsamlega athugið að ef þörf er á tafarlausri ráðgjöf vegna bráðra verkja þarf að hafa samband við vakthafandi á svæfingu.

 

Verkjamiðstöð Landspítala sinnir einstaklingum með erfiða verki sem hafa ekki svarað hefðbundinni meðferð eða þurfa á sértæku inngripi að halda. Mikil aðsókn er í þjónustuna og því er mikilvægt að búið sé að vinna einstaklinginn upp og reyna ráðlagða meðferð áður en tilvísun er send. Nauðsynlegt er að góðar upplýsingar fylgi tilvísunum svo auðvelt sé að flokka og forgangsraða tilvísunum.

Einungis er tekið við rafrænum tilvísunum sem sendar eru í gegnum Sögukerfið, stílaðar á verkjamiðstöð Landspítala. Vinsamlega fyllið út eftirfarandi upplýsingar áður en tilvísun er send:

  • Persónuupplýsingar, atvinnuþátttaka, félagslegar aðstæður
  • Lýsing á vandamáli: Hvar eru verkirnir, hvenær byrjuðu þeir og við hvaða aðstæður, hvernig lýsa þeir sér, áhrif verkja á daglegt líf. Hvaða meðferð hefur verið reynd
  • Niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið til greiningar á verkjum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?