Leit
Loka
SBAR á allra vörum
SBAR

Framkvæmdastjórn LSH hefur innleitt SBAR- samskiptatækni á Landspítala í þeim tilgangi að bæta samskipti heilbrigðisstarfsmanna innan sjúkrahússins og auka öryggi þegar miðla á upplýsingum um sjúklinga. 


Í starfi heilbrigðisstarfsfólks felst mikil ábyrgð í að höndla og gefa upplýsingar. Mistök í meðferð á sjúklingum má oft rekja til hnökra í samskiptum milli fagmanna og ófullnægjandi upplýsingagjafar. Mikilvægt er að fækka atvikum sem koma upp vegna þessa og ein leiðin til þess er að staðla og formfesta samskiptin.

SBAR stendur fyrir:

S - Staðan (Situation)
B - Bakgrunnur (Background)
A - Athuganir (Assessment)
R - Ráðlegging (Recommendation)

SBAR er notað víða í heilbrigðisþjónustu bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum en á uppruna að rekja til bandaríska sjóhersins. Í honum útbjuggu menn þetta form til að auðvelda samskiptin, draga fram aðalatriðin í þeim og minnka þannig bæði misskilning og tíma sem tekur að segja frá viðkomandi málefni. Íslenska efnið er aðlagað og staðfært að fyrirmynd og með leyfi NHS í Bretlandi. "

Hér neðan er hægt að nálgast frekari upplýsingar um SBAR samskiptatæknina á erlendum síðum:

Eldri féttir:

Leiðbeiningar Heilsugáttar(myndband) :
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?