Sjö hjúkrunarfræðingar og ljósmæður verða útskrifaðir úr sérfræðinámi í hjúkrun og ljósmóðurfræði á Landspítala. Hátíðarathöfn verður í Hringsal milli kl. 14.00 og 16.00 þann sama dag.
Útskriftarnemar munu kynna verkefni sín í sérfræðináminu og fá afhentar viðurkenningar.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar að kynningum verkefna loknum.
Fundarstjóri: Hrund Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri Menntadeildar.