Heimsfaraldur COVID-19 hafði gríðarleg áhrif á heilsu, mannlíf og efnahag á alþjóðavísu. Ísland fór ekki varhluta af þessum áhrifum en í alþjóðlegum samanburði voru sóttvarnarráðstafanir sem gripið var til hérlendis þó hófstilltar og árangursmat á heilsufarsáhrifum á þjóðina eins og best gerist á heimsvísu. Þrátt fyrir þetta eru enn uppi gagnrýnisraddir um viðbrögð íslenskra yfirvalda við faraldrinum og skaðsemi bóluefna við COVID-19.
Nú þegar fimm ár eru liðin frá upphafi heimsfaraldursins á Íslandi er mikilvægt að fara yfir þessa atburðarás, rýna gögnin og draga af þeim lærdóm sem nýta má í viðbrögðum stjórnvalda við komandi heimsfaröldrum.
Umsjón hafa Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Runólfur Pálsson, prófessor og forstjóri Landspítala.
Dagskrá:
- Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir og starfandi landlæknir: Faraldurinn og sóttvarnarráðstafanir í alþjóðlegum samanburði
- Runólfur Pálsson, prófessor HÍ og forstjóri Landspítala: Viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og Landspítala
- Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor: Hvernig leið þjóðinni?
- Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor: Hvað segja rannsóknirnar um öryggi mRNA bóluefna við COVID-19?
- Thor Aspelund, prófessor HÍ: Lýðheilsa; hvernig stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði?
Fundarstjóri er Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og svo stýrir hún pallborðsumræðunum í kjölfarið.
Heilsan okkar er ný fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar er varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Þessir mánaðarlegu upplýsingafundir eru öllum opnir og verða á dagskrá síðasta föstudag hvers mánaðar. Tekið er við spurinngum úr sal eftir að erindum lýkur og þá fara einnig fram pallborðsumræður.