Málþing og útskrift sérnámslækna á Landspítala verður haldið á vegum skrifstofu sérnáms þann 1. nóvember. Málþingið verður haldið á Nauthóli frá kl. 14-17.
Sérnámslæknar sem ljúka fullu sérnámi eru heiðraðir einu sinni á ári og málþing haldið samhliða.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar að málþingi loknu.
Fundarstjóri er Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir, umsjónarsérnámslæknir á Landspítala.
Dagskrá málþings má nálgast hér.