Það getur tekið á að horfa til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá.Landspítali og Þjóðkirkjan bjóða syrgjendum til samveru í Háteigskirkju 28. nóvember kl. 20:00. Tilgangurinn er að koma saman og eiga nærandi stund, hlusta á fallega tónlist og uppörvandi texta.
Dagskrá:
Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala, fer með ljóð.
Ragnheiður Gröndal syngur nokkur lög.
Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur flytur hugvekju.
Ritningarlestrar verða fluttir.
Kordía, kór Háteigskirkju, flytur fallega tónlist, stjórnandi kórsins og organisti er Erla Rut Káradóttir.
Kirkjugestum gefst færi á að tendra kertaljós á minningarstund.
Sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur stýrir samverunni.
Samveran verður táknmálstúlkuð.
Léttar veitingar verða í boði eftir samveruna.
Dagskrá:
Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala, fer með ljóð.
Ragnheiður Gröndal syngur nokkur lög.
Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur flytur hugvekju.
Ritningarlestrar verða fluttir.
Kordía, kór Háteigskirkju, flytur fallega tónlist, stjórnandi kórsins og organisti er Erla Rut Káradóttir.
Kirkjugestum gefst færi á að tendra kertaljós á minningarstund.
Sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur stýrir samverunni.
Samveran verður táknmálstúlkuð.
Léttar veitingar verða í boði eftir samveruna.