Óskað er eftir ágripum um rannsóknir eða verkefni úr öllum sviðum bráðaþjónustu, bráðalækningum, bráðahjúkrun, sjúkraflutningum og landsbyggðarlækningum.
- Ágrip geta fjallað um meðferðir, samstarf, öryggi og umhverfi bráðveikra og slasaðra einstaklinga.
- Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.
Á Bráðadeginum 2025 verður sérstök áhersla á bráðavandamál barna, bráð veikindi og áverka, ofbeldi og geðrænan vanda og annað sem bráðaþjónustan sinnir. Er því sérstaklega óskað eftir ágripum tengt börnum í bráðum vanda.
Skila þarf ágripum í síðasta lagi 3. febrúar 2025
Frekari kröfur um uppsetningu ágripa má sjá hér: www.landspitali.is/bradadagurinn
Nánari upplýsingar veita:
- Dagný Halla Tómasdóttir, skrifstofustjóri, dagnyht@landspitali.is, sími 543 8215
- Hjalti Már Björnsson, formaður bráðadagsnefndar, hjaltimb@landspitali.is sími 543 2210
Sjá nánar á heimasíðu bráðadagsins: