Leit
Loka

Námstími: 3 ár

Kennslustjóri: Arnfríður Henrysdóttir

Samstarf: Royal College of Obstetricians and Gynaecologist /RCOG

Sérnám í fæðinga-og kvensjúkdómalækningum fer fram á kvennadeild Landspítala. Boðið hefur verið upp á skipulagt sérnám í faginu um nokkurra ára skeið. Sú breyting varð á að hafið var samstarf við Samtök breskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (Royal College of Obstetricians and Gynaecologist /RCOG) fyrir nokkrum árum og er skipulag sérnámsins á Íslandi því að mestu leyti byggt á því meitlaða skipulagi sem þaðan kemur. Heimasíða samtakanna er www.rcog.org.uk

Lengd sérnáms í fæðinga-og kvensjúkdómalækningum er í heildina um 5 ár. Við grunnnámið getur svo bæst nám í ólíkum undirsérgreinum fagsins seinna meir.

Athugið að á Landspítala er þó einungis boðið upp á fyrstu 3 ár sérnámsins í fæðinga-og kvensjúkdómalækningum.

Kennsluráð:

Arnfríður Henrysdóttir kennslustjóri
Brynja Ragnarsdóttir Sérfræðingur
Hulda Hjartardóttir Sérfræðingur
Jóhanna Gunnarsdóttir Yfirlæknir – Prófessor
Kristín Jónsdóttir sérfræðingur
Kolbrún Pálsdóttir Sérfræðingur
Ásdís Sveinsdóttir umsjónarsérnámslæknir
Sylvía Kristín Stefánsdóttir umsjónarsérnámslæknir
Alexasnder Smárason Yfirlæknir Sak
Hildur Gísladóttir Læknaritari

Fjöldi sérnámslækna: Á hverjum tíma starfa um 8 sérnámslæknar í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum á kvennadeild Landspítala. Hver þeirra er frá upphafi náms, með sérnámshandleiðara sem fylgir þeim eftir á námstímanum. Auk sérnámslækna í faginu starfa á hverjum tíma á deildinni 2 sérnámslæknar í heimilislækningum og 1-2 læknakandídatar.

Sérfræðingahópur kvennadeildar: Hittist mánaðarlega á fundum, og ræðir þá m.a. framgang hvers sérnámslæknis og hvernig best má styðja við viðkomandi, til þess að ná sínum markmiðum.

Reglulegt stöðumat: Sérnámshandleiðarinn tekur viðtöl við námslækninn til mats á framvindu, a.m.k. 3 sinnum á ári en mælst er þó  til þess að sérnámslæknir og sérnámshandleiðari, hittist á styttri fundum í hverjum mánuði. Sérnámshandleiðarinn er til staðar til að gefa góð ráð og leysa úr vandamálum.

Árlegt framvindumat: Gert  í lok námsárs. Kallast þessir fundir ARCP (Annual Review of Competence Progression ) og er þar metið hvort námslæknir hefur staðist kröfur námsársins og getur hafið nám á næsta ári

Próf: Ætli sérnámslæknir að sækja um sérnámsstöðu á 3.ári er gerð krafa um að hann hafi lokið stöðuprófi, sem kallast part 1 MRCOG áður. Þetta próf er hægt að taka á hvaða tíma sem er fyrir 3. árið.

Marklýsing sérnámsins er staðfest af mats- og hæfisnefnd Velferðarráðuneytisins og má finna á heimasíðu Embættis landlæknis. eða með því að smella hér á Marklýsing sérnáms í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.

Matskerfi:

Við styðjumst við viðtöl við sérnámslæknana, sérfræðingafundi og matsblöð ýmis konar, til þess að meta færni okkar sérnámslækna. Dæmi um matsblöð eru CbD, mini-CEX og OSATS auk 360°mats sem gert er 2svar á ári. Það kallast í dag  TO (team observation)

Kennsla sérnámslækna á kvennadeild:

-Klínísk kennsla, bæði fræðaumræða og verkleg inngrip s.s. sónarskoðanir, fer fram á deildum alla daga.

-Vikulegir fyrirlestrar sérfræðinga(StratOG) á fimmtudögum.

-Þemadagar - hálfsdags fyrirlestrarröð í hverjum mánuði um valið fagtengt efni s.s. aðgerðartækni við speglanir, áhaldainngrip í fæðingum, tíðarhvörf og hormónameðferðir o.fl.

-Greinarfundir: Læknar kvennadeildar hittast í heimahúsi 2-3 sinnum á önn þar sem 2 sérnámslækna okkar hafa kynnt sér vísindagrein og fara í gegnum hana með kollegunum, fá aðstoð og umræðu varðandi hvernig meta á gæði rannsókna og birtra greina. Þetta eru mjög skemmtilegir fundir félagslega auk fræðilegs gildis

- Námskeið innan húss: PROMPT námskeið í bráðauppákomum tengdum meðgöngum og fæðingum eru nokkrum sinnum á ári.

-Ráðstefnur innan lands og utan: Fjölskyldan og barnið (september ár hvert), Græna þing skurð- og svæfingarlækna í apríl. ALSO er ca annað hvert ár. Önnur námskeið í UK/USA/Skandínavíu

-Tilfellafundir tvisvar í viku

-Fösudagsfræðslufundir: Klukkutíma fræðslufundir á deildinni hvern föstudag.

-Viðrunarfundir í hádegi á föstudögum: Miðaðir að sérnámslæknum þar sem fara á í ýmsa praktíska þætti náms s.s. hnýtingar, sónarnotkun í fæðingum, leit í gagnagrunnum, gæðaverkefni, vísindavinnu o.fl.

-M&M fundir eru amk tvisvar á önn á deildinni. Farið á djúpið í ýmis tilfelli með lærdómsríkum vinklum hvað varðar “morbititet/mortalitet” =M&M.

-Burðarmálsdauðafundir.

-Þverfaglegir teymisfundir.

Dagvinna og vaktir

              Dagvinnna: Alla virka daga frá kl. 08:00-16:00.

Vaktir: Virka daga skipta sérnámslæknarnir með sér styttri vöktum frá kl. 16:00-20:00, svokallaðir „stubbar.“   Næturvaktin er svo um kl. 20:00-08:00. Helgarvaktir eru frá kl. 09:00-21:00 / 21:00-09:00. Sérfræðingur er til staðar í húsi allan vaktatímann og bakka upp sína sérnámslækna á öllum starfsstöðvum.

Kennslustjóri kvennadeildar: Arnfríður Henrýsdóttir

Kennsluráð:

Arnfríður Henrysdóttir kennslustjóri
Brynja Ragnarsdóttir sérfræðingur
Kristín Jónsdóttir sérfræðingur
Þóra Steingrímsdóttir prófessor og yfirlæknir
Hulda Þorsteinsdóttir sérnámslæknir
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir sérnámslæknir
Hildur Gísladóttir læknaritari

Kennslustjóri: Arnfríður Henrysdóttir. 

Landspítali auglýsir sérnámsstöður lækna tvisvar á ári.

Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf 1. mars og í júní ágúst árlega. Í fyrstu viku er skylt að mæta á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.

Samvinna hefur verið staðfesti milli SAk og fæðinga- og kvensjúkdómalækninga um sérnám og er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki (frá vori 2024)

Skrifstofustjóri sérnáms: Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir, skrifstofasernams@landspitali.is

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?