Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi forstöðulæknir á kvennadeild Landspítala og prófessor emeritus í fæðingahjálp og kvensjúkdómum, var heiðraður fyrir framlag sitt til þróunar sérnáms á Íslandi á málþingi sérnáms sem haldið var 18. september sl.
Blóðbankinn hefur hafið starfsemi í Kringlunni. Af því tilefni var blásið til opnunarhófs fyrr í dag þar sem Alma Möller heilbrigðisráðherra var á meðal viðstaddra, auk fjölda starfsfólks Blóðbankans.
Á hverju hausti tekur lyfjaþjónusta Landspítala á móti nýnemum í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og lyfjatækninemum frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla.
Vísindavaka Rannís verður haldin laugardaginn 27. september n.k. í Laugardagshöll og er von á góðum gestum í tilefni 20 ára afmælis hátíðarinnar.
Til stendur að reisa framtíðarhúsnæði geðþjónustu Landspítala í Fossvogi. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur fallist á umsókn Nýs Landspítala ohf. (NLSH) um að hefja deiliskipulagsgerð í Fossvogi.
Evrópuþing öldrunarlækna (EuGMS 2025) fer fram í Reykjavík 24.-26. september og er það í fyrsta sinn sem þessi stóra ráðstefna er haldin á Íslandi.
Síðastliðinn þriðjudag fór fram málþing í Hringsal um rannsóknir og klínískar áskoranir í tengslum við óráð.
Tvöföld blóðflöguhemjandi meðferð, sem alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með eftir kransæðahjáveituaðgerð, reynist ekki bæta horfur sjúklinga einu ári eftir aðgerð umfram það sem hjartamagnýl eitt og sér gerir. Raunar tvöfaldar sú meðferð líkurnar á alvarlegum blæðingum hjá sjúklingum. Þetta sýnir ný norræn rannsókn sem náði til yfir 2.000 sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeildum 22 sjúkrahúsa á Norðurlöndum.
Í apríl á síðasta ári var gervigreind innleidd á meinafræðideild Landspítala við Hringbraut til að finna og greina afbrigðilegar frumur í frumusýnum teknum frá leghálsi, svonefnd ThinPrep sýni. Flest þessara ThinPrep sýna eru tekin við skipulagða skimun fyrir forstigsbreytingum í leghálsi.
Mánudaginn 8. september sl. hófst námskeiðið Áhrifarík forysta, valdeflandi starfsumhverfi og vellíðan fyrir 40 deildarstjóra hjúkrunar á Landspítala.
Spítalapúlsinn er fréttabréf Landspítala sem kemur út mánaðarlega.
Þann 8. september sl. var alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara. Dagurinn markar einingu og samstöðu í samfélagi sjúkraþjálfara sem á þessum degi vilja vekja sérstaka athygli á störfum sínum.
Landspítali notar vafrakökur m.a. til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun
Nánar um vafrakökunotkun