Leit
Loka

Dagdeild barna

Á dagdeild barna er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta þeim börnum sem ekki þurfa að dvelja á Barnaspítalanum yfir nótt.

Deildarstjóri

Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir

johahjor@landspitali.is
Yfirlæknir

Ragnar Bjarnason

ragnarb@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Dagdeild barna

Hafðu samband

OPIÐ07:00-16:00

Mánudag til fimmtudags

Dagdeild barna - mynd

Hér erum við

Barnaspítali 3. hæð

Sjá staðsetningu á korti

 Kynning dagdeildar

Hagnýtar upplýsingar

Á dagdeild barna 23E er veitt sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta þeim börnum sem ekki þurfa að dvelja á Barnaspítalanum yfir nótt.

Flest börn koma á dagdeildina til sérhæfðra rannsókna, minni aðgerða eða lyfjameðferða. Á deildinni hafa börn og fjölskyldur þeirra greiðan aðgang að fagfólki hinna ýmsu teyma Barnaspítalans.

Öll börn undir 18 ára aldri sem fara í aðgerð á Barnaspítalanum koma í innskrift á dagdeild.

Stór hluti af starfi hjúkrunarfræðinga á dagdeild er að veita börnum og foreldrum þeirra fræðslu og stuðning.

Á dagdeildinni eru 8 rúm ásamt hægindastólum þar sem börn og foreldrar hafa aðsetur meðan á meðferð stendur.

Það er stefna deildarinnar að því að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Á hverju ári koma um 1.400 börn á dagdeildina.

  • Dagdeildin er opin kl. 07:00-16:00 mánudag til fimmtudags

Athugið að börn sem hafa dvalið á sjúkrastofnun erlendis einhverntímann síðast liðna 6 mánuði þurfa að láta vita um vistun og lengd dvalar.

Börn 2-18 ára þurfa að koma með tilvísun frá heilsugæslulækni til að þurfa ekki að greiða fyrir meðferð á Barnaspítalanum. Undanþegin eru börn með umönnunarkort.

Það er stefna deildarinnar að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Sjúklingar og aðstandendur geta fengið aðgang að „gestaneti“ spítalans sem er virkt á flestum starfsstöðvum hans.
 
Þannig er hægt að komast í tölvupóstsamskipti, nota samskiptamiðla og vafra á Netinu.

Atriði sem vert er að hafa í huga við notkun á Internetinu:

Talið ekki um aðra sjúklinga, aðstandendur eða starfsfólk nema með leyfi viðkomandi.
Setjið ekki inn myndir af öðrum, aðstandendum eða starfsfólki nema með leyfi viðkomandi.
Setjið ekki upplýsingar úr sjúkraskrá á Netið.
Virðið friðhelgi einkalífsins.
Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?