Offita barna
Offita hefur aukist um allan heim á undanförnum áratugum og er nú orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál.
Nokkrir mælikvarðar eru notaðir til að meta offitu. Þeirra algengastur er líkamsþyngdarstuðull (LÞS) sem er reiknaður út frá þyngd einstaklings í kílógrömmum og hæð í metrum (kg/m2).
Þegar LÞS hjá barni er metinn þarf að taka tillit til aldurs og kyns.
Þegar barn mælist 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðalkúrfu í líkamsþyngdarstuðli að teknu tilliti til aldurs og kyns er barn með offitu.
Offita hjá börnum getur bæði valdið sjúkdómum strax í æsku og seinna á lífsleiðinni.
Skimað er fyrir áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2 og fitulifur hjá börnum sem koma í Heilsuskólann.
Hagnýtar upplýsingar
Offita barna orsakast af mismunandi þáttum.
Erfðir hafa mikil áhrif og einnig hafa ýmsir umhverfisþættir áhrif á matarvenjur og hreyfingu barna.
Greining felst í að mæla:
- Hæð og þyngd
- Mittisummál
- Ummál upphandleggs hjá barninu
Ásamt líkamsskoðun og heilsufarssögu. Skólaheilsugæsla sér meðal annars um reglubundnar mælingar á hæð og þyngd skólabarna.
Foreldrar eru látnir vita ef niðurstöður úr þessum mælingum gefa til kynna að barn sé með offitu.
Því miður er ekki til nein skyndilausn við þessum heilsufarsvanda.
Meðferðin tekur tíma, hún byggist á góðri samvinnu fjölskyldunnar, barnsins og heilbrigðisstarfsfólks.
Meðferð Heilsuskólans er byggð á gagnreyndum aðferðum og felur í sér fræðslu, ráðgjöf og hvatningu til foreldra og barns.
Í Heilskólanum er meðal annars boðið upp á hópmeðferð fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Mikilvægt er að tryggja nægilega hreyfingu hjá barninu, skjátími hámark tvær klst. á dag.
- Leggja áherslu á neyslu ávaxta og grænmetis
- Engir sykraðir drykkir
- Ef þyngdaraukning verður mikil á stuttum tíma
- Ef þyngdaraukning verður mikil á stuttum tíma
- Fjölskyldan þarf á frekari stuðningi að halda