Útskriftardeild aldraðra L2
Hafðu samband
Hér erum við
Landakot 2. hæð
Hagnýtar upplýsingar
Sérfræðilæknir í lyflækningum: Gunnar Bjarni Ragnarsson
Upplýsingarit um útskriftardeild L2
Útskriftardeild sem byggir á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á 2-4 vikum frá innlögn á deildina.
Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs. Þess vegna er hvatt til sjálfshjálpar og þátttöku í daglegum athöfnum og máltíðum.
Dagleg viðfangsefni eru lækning, hjúkrun, félagsráðgjöf og sjúkra- og iðjuþjálfun.
Megináhersla er lögð á heildrænt mat á einstaklingi:
- Sjúkdómar
- Aldursbreytingar
- Félagslegar aðstæður
- Lyfjameðferð
- Líkamleg og andleg færni
Einstaklingar taka ábyrgð á þjálfun sinni og stýra gönguferðum á deildinni ásamt þeim æfingum sem þeim hefur verið settar fyrir af þjálfurum þeirra.
Á deildinni er unnið þverfaglega.
Þjónusta ýmissa fagaðila á deildinni
- Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum er á deildinni ásamt deildarlækni
- Hjúkrunarfræðingar vinna samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun
- Sjúkraliðar og almennt starfsfólk annast umönnun
- Sjúkraþjálfari veitir einstaklingshæfða þjálfun auk ráðgjafar varðandi þjálfun sem hver getur gert sjálfur. Hann metur einnig þörf fyrir hjálpartæki
- Iðjuþjálfi metur færni allra sjúklinga og fá þeir meðferð eftir þörfum. Hann fer í heimilisathugun ef með þarf, metur aðstæður og kannar þörf fyrir breytingar og hjálpartæki
- Félagsráðgjafi veitir upplýsingar um félagsleg réttindi, stuðningsviðtöl og úrræði þegar heim er komið
- Sálfræðingur, næringarfræðingur og sjúkrahúsprestur eru á Landakoti og koma eftir þörfum eða óskum sjúklinga
- Tannlæknaþjónusta er í boði á Landakoti en sjúklingar þurfa að greiða fyrir hana sjálfir
- Hárgreiðsla og fótsnyrting er í boði á Landakoti en sjúklingar þurfa að greiða fyrir þá þjónustu
Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.
Lögð er áhersla á gott samstarf við aðstandendur og eru þeir hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing um meðferð sjúklingsins og líðan.
Við útskrift fær viðkomandi skriflegar ráðleggingar, yfirfarinn lyfjalista og upplýsingar um áframhaldandi þjálfun og eftirlit.
- Morgunverður er kl. 8:30 og er sameiginlegur á dagstofu deildarinnar á föstum tímum
- Hádegisverður er á matarbökkum um kl.12:00
- Síðdegiskaffi er um kl. 15:00
- Kvöldverður er borinn fram á matarbökkum kl. 17:45
- Kvöldkaffi er kl. 20:00
Sjálfsalar eru í kjallara á Landakoti.