Leit
Loka

Svefnrannsókn

Meginviðfangsefni er greining og meðferð sjúklinga með svefntengda sjúkdóma.

Yfirlæknir

Jordan Cunningham

Banner mynd fyrir  Svefnrannsókn

Hafðu samband

OPIÐ

Svefndeild - mynd

Hér erum við

Landspítali Fossvogi | | 7. hæð C-álmu (legudeild) | | 3. hæð A-álmu (göngudeild).

Hagnýtar upplýsingar

Opið er fyrir tímabókanir og breytingu á tímabókun alla virka daga milli kl. 8:00 - 16:00. Tímabókanir eru fyrir þá sem eru í meðferð með svefnöndunartæki.

Endurnýjun búnaðar:
Hægt er að hringja milli kl. 8:15 - 12:15 til að endurnýja búnað alla virka daga. Afhending búnaðar er annað hvort á göngudeild svefntengdra sjúkdóma á A3 eða hjá öryggisvörðum á Landspítala í Fossvogi.


  • Svefnrannsókn Landspítala í Fossvogi sinnir mælingum vegna gruns um svefntengda sjúkdóma. Næturmælingar eru gerðar vegna gruns um kæfisvefn og aðra svefnsjúkdóma.
  • Mælingar eru gerðar ýmist á legudeild C7 eða einstaklingar koma á göngudeild (A3) og fá með sér búnað sem sofið er með heima
Til þess að komast í svefnrannsókn þurfa einstaklingar að leita til síns heimilsilæknis eða sérfræðings. Læknar senda síðan beiðni/tilvísun á Svefndeild Landspítala sé talin þörf á rannsókn. Þegar beiðni hefur borist er sent bréf til viðkomandi þess efnis að hann sé komin á biðlista eftir svefnrannsókn.

Rafrænt eftirlit er fyrstu 3 mánuðina eftir að meðferð hefst. Fylgst er með árangri meðferðarinnar og hefur hjúkrunarfræðingur samband ef árangur meðferðarinnar er ekki fullnægjandi.
Ef vel gengur skal panta tíma eftir 1-2 ár á göngudeild Svefndeildar A3, þar sem farið verður yfir árangur meðferðar og lesið af minniskorti tækisins. Eftir það er eftirfylgd á 2-3 ára fresti. Hafa þarf vélina og allan búnað meðferðis þegar komið er á Svefndeildina.


Myndbönd

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?