Leit
Loka
IRIS (Icelandic Research Information System) er kerfi sem sýnir rannsóknavirkni íslenskra háskóla og stofnana sem eiga aðild að kerfinu. Rekstur kerfisins er samstarfsverkefni háskóla og stofnana sem aðild eiga að verkefninu. Skoða má virkni einstakra rannsakenda, stofnana og innan einstakra fræðigreina.

IRIS tók við hlutverki Hirslu, varðveislusafns Landspítala, sem bókasafnið hafði skráð alla útgáfu starfsfólks Landspítala í frá árinu 2005.

Hér má skoða rannsóknarafurðir Landspítala.

IRIS upplýsingakerfið er í þróun og mun taka breytingum eftir því sem verkefninu vindur fram, þ.m.t. íslensk þýðing kerfisins.Það er rekið af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, en mennta- og menningarmálaráðuneytið keypti kerfið og fól safninu rekstur og umsjón þess.
IRIS heldur ekki bara utan um rannsóknarafurðir mismunandi stofnana á Íslandi heldur eru líka sérstakar síður fyrir virka rannsakendur. Rannsakendur sem komnir eru inn í kerfið geta fengið aðgang að sínum eigin síðum til að bæta þar við efni.

Upplýsingafræðingur hjá Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ sér um að skrá jafn óðum inn nýjar fræðigreinar sem birtast á vegum rannsakenda Landspítalans. En vilji rannsakendur setja fleira efni þangað inn, svo sem eldri fræðigreinar, rannsóknarverkefni, efni úr fjölmiðlum og fleira í þeim dúr, þá geta þeir gert það sjálfir.

Hér má sjá skráða rannsakendur á vegum Landspítalans í IRIS.

Leiðbeiningar fyrir rannsakendur um innskráningu og utanumhald má finna hérna.

Hafi rannsakendur einhverjar frekari fyrirspurnir eða vilji fræðast meira um kerfið og sínar eigin síður má senda tölvupóst um það á bokasafn@landspitali.is
Áður en IRIS var tekið í notkun var Hirsla notuð.

Hirsla var rafrænt varðveislusafn, sérhannað til að vista, varðveita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn Landspítala gáfu út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann.

Markmið Hirslu voru að auðvelda starfsmönnum Landspítala

• að vista varanlega rafræn handrit (greinar)
• að fá betra yfirlit yfir eigin skrif (greinar) og umsýslu þeirra
• að stækka sinn lesendahóp
• að hraða birtingu rannsóknaniðurstaðna
• að fjölga tilvísunum í eigin verk (hærri “citation impact”)
• að auka sýnileika í rannsóknum sem auðveldar aðgengi að samstarfsverkefnum og styrkjum
• að uppfylla kröfur fjölmargra styrkveitenda sem krefjast þess að afrakstri rannsókna sem styrktar hafa verið sé miðlað í opnum aðgangi

Hirslan tryggði jafnframt sýnileika greina og einfaldara aðgengi lesanda þeirra, óháð landamærum, stað og stund m.a. vegna opins aðgangs og sjálfvirkrar lyklunar leitarvéla (Google, Yahoo).

Tilmæli Vísindasjóðs um opinn aðgang:
Greinar sem eru afrakstur verkefna sem Vísindasjóður hefur styrkt skulu merktar Landspítala
og lokaútgáfur þeirra sendar til Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala (bokasafn@landspitali.is)
til varðveislu í LSH e-Repository varðveislusafni spítalans.
Æskilegt er að greinar séu í opnum aðgangi (Open Access).

Opinn aðgangur (e. open access) er opinn, ókeypis aðgangur á Netinu að heildartexta vísindagreina og námsbóka. Aðallega er talað um opinn aðgang í tengslum við útgáfu ritrýndra vísindagreina. Grein sem gefin er út í opnum aðgangi hefur sérstakan fyrirvara þar sem hver sem er, hvar sem er í heiminum, fær leyfi til að lesa greinina, afrita hana og dreifa henni.

Til eru tvær meginleiðir að opnum aðgangi:
1. Eigin safnvistun (einnig kölluð „græna leiðin“) felur í sér að höfundur gefur grein sína út í hefðbundnu tímariti en gerir hana líka aðgengilega á Netinu, venjulega með því að koma henni fyrir í rafbókasafni tiltekinnar stofnunar (t.d. háskólabókasafni) eða með því að senda hana í miðlægt rafbókasafn á viðkomandi sviði (t.d. PubMed fyrir greinar í læknisfræði).

2. Opin útgáfa (einnig kölluð „gullna leiðin“) felur í sér að höfundur gefur greinina út í tímariti í opnum aðgangi sem gerir allar greinar sem það gefur út strax aðgengilegar í opnum aðgangi á Netinu.

Um 10% af 25.000 ritrýndu tímaritum sem eru þekkt eru gefin út í opnum aðgangi. Af þeim 10.000 ritrýndu tímaritum sem eru í skrá EPrints yfir útgáfustefnu eru 90% fylgjandi eigin safnvistun í einhverri mynd, 62% styðja eigin safnvistun á ritrýndu eintaki (eftir prentun) en 29% styðja eigin safnvistun fyrir prentun.

(Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu)

Íslenskur vefur um opinn aðgang: www.openaccess.is.

Gagnlegar fræðigreinar á ensku og íslensku um opinn aðgang

• Opið aðgengi og rafræn geymslusöfn vísindagreina
Sólveig Þorsteinsdóttir skrifar um rafræn geymslusöfn og opið aðgengi: „Opið aðgengi (Open Access, OA) er nýtt útgáfuform. Grundvallarhugmynd OA-útgáfu er sú að allir hafi aðgang að vísindaniðurstöðum kostuðum af opinberu fé og er tilgangurinn að hraða framþróun í vísindum.“

Aðgangur að rannsóknarniðurstöðum – opinn eða gegn gjaldi?
Áslaug Agnarsdóttir skrifar um aðgang að rannsóknargöngum á netinu: „Helstu kostir opins aðgangs felast í því að rannsóknir verða sýnilegri.“

The University of Iceland joins Skemman
Áslaug Agnarsdóttir skrifar um Skemmuna sem er rafrænt gagnasafn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Í safninu eru geymd lokaverkefni nemenda og rannsóknarit starfsmanna: “Skemman is an open-access repository serving four universities in Iceland. The project was originally started by the University of Akureyri library in 2002. In 2006 the library of the Iceland University of Education joined and a project group was formed to continue the development of the repository, which uses DSpace software.“

Opinn aðgangur að vísindagreinum
Sólveig Þorsteinsdóttir skrifar um tvær leiðir til birtingar vísindagreina: „Höfundar geta valið um gullnu eða grænu leiðina við birtingu í opnum aðgangi. Höfundar greiða ekki fyrir birtingu ef græna leiðin er valin

Opinn aðgangur að fræðigreinum
Ian Watson skrifar um aðgang að fræðigreinum á Netinu: „Æ sjaldnar er ástæða til að birta fræðigreinar á pappír og reyna að selja þær.“

Ókeypis hugbúnaður fyrir þá sem vilja stofna ritrýnd tímarit í opnum aðgangi, með innbyggðum leiðbeiningum um útgáfuferilinn.

Open access in Iceland : state-of-the-art report
Sólveig Þorsteinsdóttir skrifar um stöðu mála hér á landi: „Resources to serve everyone” is the Icelandic government’s name for the Policy on the Information Society for the years 2004 – 2007. This policy emphasizes the part Icelandic libraries play regarding access for everyone. The Icelandic Ministry of Education, Science and Culture has also released a policy for education, culture and research for the years 2005 – 2008. It states that access to research results funded with governmental means should be made accessible.“

Handbók frá Evrópusambandinu og UNESCO
Ítarleg 140 bls. handbók frá árinu 2008, sem hægt er nálgast á PDF formi. Titill bókar er: Open Access Opportunities and Challenges: „Open Access refers to free access to scientific publications over the internet. This concept is the subject of a lively debate among the research community, libraries, publishers and funding bodies. Researchers and libraries typically support open access, calling for better dissemination of research results as a key ingredient for stimulating innovation and research excellence. Many publishers, on the other hand, are sceptical of open access, warning of the potential negative effects it might have on valuable aspects of the current publishing system, such as peer review. Finally, research funding bodies are investigating open access as a way of improving the return on their investments in research and development. Against the backdrop of this debate, new publishing business models are being developed. Copyright issues, quality assurance and digital preservation are generating further discussion. This handbook intends to inform stakeholders and the society-at-large of the opportunities and challenges surrounding open access, and to promote a broad and inclusive debate on the future of scientific publishing in the European Research Area.“
Rafrænt auðkenni bókar: http://dx.doi.org/10.2777/93994

Yfirlýsingar um opinn aðgang
Berlin Declaration on Open Access to Knowledge in the Sciences and Humanities
Declaration on access to research data from public funding
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?