Símsvörun ritara er opin frá 08:00-14:00 alla virka daga.
Göngudeild gigtar og sjálfsofnæmis
Göngudeild gigtar og sjálfsofnæmis er staðsett á 1. hæð á Eiríksstöðum - ATH. Síðan er í vinnslu
Erna Jóna Sigmundsdóttir
Katrín Þórarinsdóttir
Hafðu samband
Símatími göngudeildar innkirtla og gigtarsjúkdóma er milli kl 8-14 alla virka daga í síma 543-9580. Við bráðaveikindi vegna lyfjagjafar utan dagvinnutíma skal leita á læknavakina eða bráðmóttöku.
Ef þú hefur fengið sýkingu nýlega hafðu samband við göngudeildina fyrir áætlaða lyfjgjöf.
Mjög mikilvægt er að láta vita með góðum fyrirvara ef þú getur ekki mætt á þeim tíma sem þér var úthlutað svo hægt sé að nýta tímann fyrir aðra.
Hagnýtar upplýsingar
Við komu í lyfjagöf eru lífsmörk mæld og þú svarar stuttum spurningarlista um heilsufar
Tímalengd lyfjagjafa tafla
Upplýsingar um lyf |
Tímalengd lyfjagjafa |
Aclasta |
1 klst. |
Benlysta |
2-3 klst. |
Blóðhlutafjafir (plasma) |
3 klst. |
Bonciva |
30 mín. |
Cyclofosfamid |
3 klst. |
Infliximab (Remicade, Flixabi, Remsima) |
2-5 klst. |
Immunoglobulin (Octagam, Nanogam) |
2-6 klst. |
Orencia |
2-3 klst. |
Rituximab (Ruxience) |
5-7 klst. |
Roactemra |
2 klst. |
Zoledronic | 2 klst. |
Athugið að meðferðartími getur verið einstaklingsbundinn.
Þú færð upplýsingar um nýjan tíma hjá ritara ef þú ert í lyfjagjöf
Ef þú ert á lyfjapenna átt þú ekki að gefa þér lyfið ef þú ert veikur eða ert á sýklalyfjum
Mælt með covidbólusetningu sjá upplýsingar á síðu Embættis Landlæknis
Að minnsta kosti 10 dagar þurfa að líða á milli lyfjagjafa og bólusetningar
Þeir sem eru á líftæknilyfjum mega ekki fá lifandi bóluefni og má þar nefna MMR, kóleru, gulsótt.
Til þess að fá þjónustu á göngudeildinni þarf tilvísun frá heimilislækni eða öðrum sérfræðilæknum til að bóka tíma á deildinni. Farið er yfir tilvísanir og þeim forgangsraðað.
Einungis sérhæfðar lyfjagjafir fara fram á deildinni, sérfræðingar í gigtlækningum sækja um leyfi til lyfjanefndar. Undirbúningur lyfjameðferðar fer fram á göngudeildinni.
Undirbúningur hefst á göngudeildinni þegar lyfjaleyfi er samþykkt. Ritari hefur samband og gefur tíma hjá hjúkrunarfræðing í fræðslu og undirbúning fyrir lyfjagjöf.
Undirbúningur
- Gilt lyfjaleyfi
- Lyfseðill ef um sprautulyf er að ræða
- Röntgenmynd af lungum
- Blóðprufur
- Bólusetningar
- Fræðsla/kennsla
- Öryggiskort
- ICBIO sjá upplýsingar hér neðar á síðunni.
Áður en þú kemur á deildina í viðtal og/eða í meðferð er gott að hafa eftirfarandi í huga:
- Ráðlagt er að kynna sér sjúklingaráðin 10. Ráðin hafa það að leiðarljósi að sjúklingar taki virkan þátt í meðferð sinni og séu upplýstir til að auka öryggi og gæði þjónustunnar sem veitt er.
- Gott getur verið að taka með sér afþreyingu og nesti fyrir lengri meðferðir.
- Nespressó kaffikanna er á deildinni. Hægt er að koma með sín eigin hylki þegar komið er í meðferðina.
- Gott er að taka með sér kodda og teppi til að láta fara vel um sig sérstaklega í lengri lyfjameðferðum.
- Hægt er að fá aðgang að netinu í gegnum gestanet spítalans
- Vinsamlegast hafið símann stilltan á hljóðlausa stillingu og sé símtal bráðnauðsynlegt, vinsamlegast farið fram til að tala.
- Ef af einhverju ástæðum þarf fylgdarmann þarf að hafa samband við göngudeildina áður.
Vinsamlegast virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi
Við komu á göngudeild gigtarsjúkdóma er byrjað á að slá inn kennitölu í innskráningarstandi sem er staðsettur í andyri Eiríksstaða.
Greitt er fyrir meðferðina við innritun sjá gjaldskrá Landspíala
Vinsamlegast hinkrið á biðstofu þar til þér er vísað inn á deildina.
Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði/læknir tekur á móti þér og vísar þér í meðferðastól ef þú ert að koma í lyfjagjöf eða inn á stofu ef þú ert að koma í viðtal.
Sérfræðingar í gigtarlækningum
Árni Jón Geirsson
Björn Guðbjörnsson
Gunnar Tómasson
Gerður Gröndal
Guðrún Björk Reynisdóttir
Katrín Þórarinsdóttir
Kristján Erlendsson
Ólafur Pálsson
Pétur Jónsson
Sædís Sævarsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingar
Berglind Íris Hansdóttir
Elínborg Stefánsdóttir
Rakel Reynisdóttir
Valgerður Arndís Gísladóttir
Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir
Sjúkraliðar
Hreindís Elva Sigurðardóttir
Margrét Ragnarsdóttir
Atferlisfræðingur
Bára Denny Ívarsdóttir
Sálfræðingur
Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir
Móttökuritari
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fræðsluefni
Lupus er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem ónæmiskerfið veldur skaða á heilbrigðum vef. Lupus er svokallaður fjölkerfasjúkdómur en margir fá einkenni frá húð. Einkenni eru mismikil og geta verið væg hjá sumum meðan alvarleiki sjúkdóms getur verið mikill hjá öðrum. Algeng einkenni geta verið liðbólgur, hiti, þreyta, útbrot og margt fleira.
Sjá einnig: The Lupus Foundation of America
- Iktsýki - Gigtarfélag Íslands: Grein eftir Gunnar Tómasson, gigarlækni: https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/iktsyki/
- https://www.gigt.is/utgafa/gigtin/1-tbl-2016
- https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/psoriasisgigt/soragigt-psioriasisgigt
- https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/lyf/gjorbylting-i-medferd-gigtarsjukdoma
Íslenskar fræðigreinar
- Læknanleg liðbólga | 04. tbl. 104. árg. 2018 - Læknablaðið
Erlendar fræðigreinar
- fsfrgrs
- rfghjkhoiloi
- fdghjk
ICEBIO
ICEBIO-systematic treatment approaches
Þar sem þessir liðbólgusjúkdómar eru langvinnir þarfnast þeir sem þjást af þeim oftast lyfjameðferðar til margra ára.
Markmið meðferðar er að halda bólguvirkninni niðri og koma í veg fyrir liðskemmdir. Þannig má vernda færni og tryggja lífsgæði þessara einstaklinga.
Tveir meginflokkar gigtarlyfja eru svokölluð hægvirk sjúkdómsdempandi lyf, einnig nefnd bremsulyf (DMARDs: Disease Modifying Anti-Rheumatic Drugs eða SAARD: Slow Acting Anti-Rheumatic Drugs) annars vegar og lyf sem teljast til líftæknilyfja hins vegar – en fjallað eru um þessi lyf sem og bólgueyðandi gigtarlyf 3 og barkstera 4, annars staðar í þessu fræðsluhefti. Fyrsta líftæknilyfið kom á markað hér á landi fyrir rúmum áratug 5 en þessi svokölluðu líftæknilyf eiga það öll sameiginlegt að hafa mjög sérhæfða verkun á bólguferilinn og eru vandasöm í notkun, bæði með tilliti til undirbúnings og eftirlits. Áætla má að um 15-20% sjúklinga með liðbólgusjúkdóma þurfi á líftæknilyfjameðferð að halda.
Markmið kerfisbundinnar skráningar er að tryggja öryggi og gæði þeirrar lyfjameðferðar sem gigtarsjúklingar þurfa á að halda. Stöðluð og vönduð skráning auðveldar allar meðferðarákvarðanir og bætir eftirlit með aukaverkunum.
Gagnagrunnurinn – ICEBIO – fellur inn í sjúkraskrá og er því ekki rannsóknartæki heldur hluti af sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. Hins vegar ef eitthvert rannsóknarverkefni leitar eftir því að nota þessi skráningargögn í framtíðinni þarf að liggja fyrir rannsóknaráætlun samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Við reglulegt göngudeildareftirlit eru staðlaðar upplýsingar endurskráðar í ICEBIO. Þetta er gert að minnsta kosti tvisvar á ári. ICEBIO reiknar síðan út staðlaða sjúkdómseinkunn fyrir hvern og einn sjúkling í hvert sinn sem skráð er í kerfið – svokallaða DAS28-CRP einkunn eða gildi fyrir sjúklinga með iktsýki og sóragigt, en BASDAI-einkunn fyrir þá sem eru með hryggikt. Þetta auðveldar allar meðferðarákvarðanir (8). ICEBIO setur skráðar upplýsingar upp í einfalda töflu eða teiknar upp grafíska mynd sem gefur gott sjónrænt yfirlit yfir sjúkdómsferilinn (Mynd 2 og mynd 3).
Heimildir
1. Prevalence and Clinical Characteristics of Ankylosing Spondylitis in Iceland - A Nationwide Study. Geirsson AJ, Eyjolfsdottir H, Bjornsdottir G, Kristjansson K, Gudbjornsson B. Clin Exp Rheumatol 2010;28:333-40.
2. Psoriatic arthritis in Reykjavik, Iceland: prevalence, demographics, and disease course. Love TJ, Gudbjornsson B, Gudjonsson JE, Valdimarsson H. J Rheumatol 2007;34:2082-8.
3. Ný og gömul gigtarlyf - hagkvæm notkun. Þjóðleifsson B, Guðbjörnsson B. Tímarit Gigtarfélags Íslands 2004;1:10-4.
4. Orsakir langtíma sykursteranotkunar á Íslandi og algengi forvarna gegn beinþynningu. Júlíusson UI, Guðjónsson FV, Guðbjörnsson B. Læknablaðið 2001;87:23-9.
5. Gjörbylting í meðferð gigtarsjúkdóma. Gröndal G. Gigtin, tímarit Gigtarfélags Íslands 2009:2;5-7
6. Heimasíða Danbio: https://danbio-online.dk/
7. ICEBIO – kerfisbundin Meðferðarskráning. Guðbjörnsson B. Gigtin, tímarit Gigtarfélags Íslands 2009:2:9-12.
8. DAS-driven therapy versus routine care in patients with recent-onset active rheumatoid arthritis. Goekoop-Ruiterman YP, de Vries-Bouwstra JK, Kerstens P et al. Ann Rheum Dis 2010;69:65-9.
Texti fengin úr: ICEBIO - kerfisbundin meðferðarskráning [ICEBIO - systematic treatment approaches]. In Liðbólgusjúkdómar; iktsýki, hryggikt og sóragigt [Arthritides: Rheumatolid Arthritis, Ankylosing Spondylitis and Psoriatic Arthritis] Eds: B Gudbjornsson & G Grondal. ISBN 978-9979-72-076-8.