HÖT - teymi
Er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna með sérþekkingu í meðhöndlun sjúklinga sem þurfa að nota innri eða ytri öndunarvél. Notkun öndunarvéla reynist stundum nauðsynleg í kjölfar lungnasjúkdóma og öndunarbilunar, sem orsakast af minnkandi styrk eða rýrnun vöðva vegna sjúkdóma eða slysa. HÖT veitir ráðgjöf innan og utan Landspítala, það kemur að mati, greiningu meðferð og eftirfylgd sjúklings og fjölskyldu hans. Það skipuleggur og samhæfir aðkomu fagaðila að meðferð og stuðningi eftir þörfum hverju sinni.
Staðsetning: Göngudeild A3, Fossvogi.
Þjónustutími: Alla virka daga frá kl. 08:00-16:00
Hagnýtar upplýsingar
Hjúkrunarfræðingar
Bryndís S. Halldórsdóttir
Sími: 8255171
Netfang: brynhall@landspitali.is
Karin K. Sandberg
Sími: 8243349
Netfang: karin@landspitali.is
Læknar
Jordan Cunningham, sérfræðilæknir
Sólrún Björk Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir
Inga Sif Ólafsdóttir, sérfræðilæknir
HÖT er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna með sérþekkingu í meðhöndlun sjúklinga sem þurfa að nota innri eða ytri öndunarvél. Notkun öndunarvéla reynist stundum nauðsynleg í kjölfar lungnasjúkdóma og öndunarbilunar, sem orsakast af minnkandi styrk eða rýrnun vöðva vegna sjúkdóma eða slysa. Teymið kemur að mati, greiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklings og fjölskyldu hans.
Hlutverk
- Að meta öndunargetu og greina breytingar á öndun sem þarfnast meðferðar með ytri eða innri öndunarvél
- Að veita einstaklingsbundna meðferð með ytri eða innri öndunarvél í samráði við sjúkling og fjölskyldu
- Að veita fræðslu, ráðgjöf, stuðning og eftirfylgd við sjúklinga og fjölskyldur á göngudeild A3 á Landspítala í Fossvogi, með heimavitjunum og símtölum.
- Að vera ráðgefandi um meðferð og hjúkrun fyrir starfsfólk Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana
- Að veita skipulagða fræðslu þrisvar á ári í hermisetri Landspítala fyrir fjölskyldur og umönnunaraðila einstaklinga sem háðir eru öndunarvél >16 klst. á sólarhring
Markmið
- Að tryggja bestu meðferð sem völ er á hverju sinni, samkvæmt nýjustu þekkingu
- Að tryggja sjálfræði og virðingu fyrir ákvörðunum sjúklings og aðstandenda varðandi meðferð
- Að veita sjúklingi, fjölskyldu og umönnunaraðilum aðgang að skilvirkri og sérhæfðri þjónustu
Heimaöndunarvélateymið starfar alla virka daga frá kl. 08:00-16:00
Reglulegir teymisfundir eru haldnir á þriðjudögum eftir hádegi. Samdægurs er skipulögð móttaka á göngudeild A3 eftir þörfum hvers sjúklings
Þjónusta utan dagvinnutíma: Ef þörf er á ráðgjöf eða í bráðatilfellum er leitað til:
Vaktstjóra lungnadeildar s: 8255037
Bráðamóttöku í Fossvogi s: 5431000