Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Örvun skyntaugafruma og losun á “substance P” sem veldur æðavíkkun, losun á histamíni og næmara sársaukaskyni (nociception).

 

Koma fljótt en vara yfirleitt stutt, 20 – 30 mín., en geta varað dögum saman.

Astmasjúklingar og aðrir með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma eru viðkvæmari.

Augu

  • Sviði
  • Roði
  • Táraflóð
  • Skemmdir á corneu eru hugsanlegar

Húð

  • Roði
  • Stingir og brunatilfinning
  • Útbrot og blöðrur ef langvarandi snerting

Innöndun

  • Hósti
  • Nefrennsli
  • Hnerri
  • Mæði
  • Andþrengsli
  • Síðkominn lungnabjúgur hugsanlegur (mjög sjalgæft)

Inntaka

  • Brunatilfinning í munni
  • Ógleði
  • Uppköst
  • Niðurgangur

Byggist á að hreinsa efnið í burtu og draga úr sársauka.

Nota vatn og sápu ( er olíukennt) fyrir húð en saltvatn fyrir augu.

Fylgjast með öndunarfæraeinkennum, gefa súrefni og berkjuvíkkandi innúðalyf eftir þörfum, röntgenmynd af lungum og mæla blóðgös ef áframhaldandi einkenni.

Einkennameðferð eftir þörfum.

Nota hlífðarfatnað við umönnun sjúklingsins vegna mengunarhættu og setja menguð föt í plastpoka og loka vel.

Mengunarhætta er aðallega við beina snertingu en ekki innöndun.

Ráð sem hafa gefist vel

  • EMLA krem hefur verið notað með góðum árangri á húðsvæði vegna mikils sviða
  • Jurtaolíur draga úr sviða og óþægindum lengur en kalt vatn
  • Magamixtúrur sem innihalda magnesium og aluminium hydroxíð draga úr sviða í húðinni

Þetta geta verið ýmis efni svo sem CS og CN.

Lögreglan hér á þessi efni, en notar þau mun sjaldnar en piparúðann.

CS og CN

Hafa öflugri ertandi áhrif en piparúðinn.

Einkennin líða þó fljótt hjá þegar fólk kemst burt úr menguninni.

Meðferðin er sú sama og vegna piparúða en mengunarhætta við ummönnun sjúklingsins er mun meiri.

Hægt er að fá ýtarlegar upplýsingar í Toxbase undir CS/CN.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?