Leit
Loka

Bráðamóttakan í Fossvogi

Bráðamóttaka sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga. Hún er opin allan sólarhringinn.

Deildarstjóri

Ágústa Hjördís Kristinsdóttir

Yfirlæknir

Mikael Smári Mikaelsson

BráðamóttakaNeyðarlínan 112

Eitrunarmiðstöð 543 2222

Banner mynd fyrir  Bráðamóttakan í Fossvogi

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Bráðamóttaka - mynd

Hér erum við

Fossvogur-Bráðamóttaka G álma 1. hæð

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Helstu símanúmer

  • Neyðarnúmer: 112
  • Skiptiborð LSH: 543 1000
  • Eitrunarmiðstöð: 543 2222
  • Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis: 543 1000
  • Heilsugæslan veitir símaráðgjöf sjá: www.heilsugaeslan.is
  • Læknavaktin: 1700
  •  Símaráðgjöf og Medic Alert: Hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar veita símaráðgjöf fyrir þá skjólstæðinga sem hafa leitað til hennar.

Um bráðamóttökuna

Bráðamóttakan í Fossvogi sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstakinga. Bráð veikindi barna til 18 ára aldurs er sinnt á bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins. Bráðamóttakan er opin allan sólarhringinn. Til bráðamóttöku Fossvogs leita að meðaltali 200 sjúklingar á dag.

Til að tryggja öryggi allra sjúklinga þarf að forgangsraða einstaklingum eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss.  Hjúkrunarfræðingur skoðar og metur alla sem koma á bráðamóttöku við komu. Fólki er forgangsraðað og flokkað samkvæmt fimm flokka forgangsflokkunarkerfi þar sem að mest aðkallandi vandamálum er sinnt fyrst.  Þegar hjúkrunarfræðingur hefur lagt mat á eðli áverka eða alvarleika veikinda er sjúklingnum vísað í viðeigandi farveg.  

Bílastæði

Til að tryggja að ávallt séu næg bílastæði fyrir þá sem þurfa að leita á bráðamóttökunai eru gjaldskyld bílastæði næst húsnæðinu. 

Almannavarnir

Bráðamóttakan í Fossvogi gegnir veigamiklu hlutverki í skipulagi almannavarna.

Við hópslys eða aðra fjöldavá virkjast skipulag innan Landspítala sem er stýrt af hópslysastjórn Landspítala. Bráðamóttaka hefur fram að bjóða viðbragðssveit sem er mönnuð hjúkrunarfræðingum og læknum. Er sveitin send á vettvang sé þess óskað af Almannavörnum.

 

Við neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisafbrota vinna sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar og læknar, lögmenn, sálfræðingur, sérfræðingar sýkladeildar og Rannsóknastofu Háskólans í réttarlæknisfræði.

Unnið er í samvinnu við lögreglu og embætti Ríkislögreglustjóra.

Vefsíða neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Eitrunarsíminn er 543 2222

Lyfjafræðingar og/eða læknar svara símafyrirspurnum og veita ráðgjöf um viðbrögð og meðferð við eitrunum í samráði við bakvakt eitrunarmiðstöðvarinnar.

Vefsíða eitunarmiðstöðvarinnar

Vefsíða áfallamiðstöðvar

Áfallamiðstöð á Landspítala veitir þeim sem leita til bráðamóttökunnar í Fossvogi sálrænan stuðning og aðstoð við tilfinningalega úrvinnslu nýlegra alvarlegra áfalla. Auk þess sinnir starfsfólk miðstöðvarinnar þeim beiðnum sem berast um ráðgjöf og áfallahjálp innan Landspítala. Miðstöðin veitir líka ráðgjöf fyrir heilbrigðisþjónustu á landinu öllu um áföll og afleiðingar þeirra.

Afrit af sjúkraskrá

Til að nálgast afrit af sjúkraskrá frá bráðamóttöku þarf að koma skrifleg beiðni frá sjúklingi eða umboðsmanni hans.
Hægt er að senda rafræna umsókn með því fylla út þetta form.  

Afrit sjúkraskrár skal afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans gegn greiðslu fyrir ljósritunarkostnað. Viðtakandi skal kvitta fyrir móttöku gagnanna. Nauðsynlegt er að hafa skilríki með sér til að fá gögnin afhent.

Maki eða ættingjar, þó nákomnir séu, hafa ekki rétt til að fá afrit sjúkraskrár án umboðs.

IN ENGLISH:

Certificate from Doctors

To access the Certificate from the Emergency Department at Landspitali Fossvogur, patients should contact the Medical receptionist at phone number 543 1000. Hours of availability are Mondays,Tuesdays and Wednesdays at 10:00-11:00. Certificates - Fees

Medical report

To get a copy of the Medical report from the Emergency Department the patient, or his agent, must write a request to sjukraskra@landspitali.is.

Copies of the medical report shall be delivered to the patient, or his agent, for payment for photocopying cost. Recipient shall acknowledge receipt of the data. It is necessary to have a certificate to get the data delivered.
Spouse, relatives or others however closely related, have no right to receive a copy of medical report without a written consent from the patient.

 

Hjúkrunarfræðingar bráðamóttökunnar veita símaráðgjöf fyrir þá skjólstæðinga sem hafa leitað til hennar. Önnur ráðgjöf er veitt í gegnum síma 1700.

Gagnagrunnur Medic Alert er vistaður á bráðamótttökunni. 

.


Á bráðamóttökunni er mikið um kennslu og verklega þjálfun nemenda.

Flestir eru nemarnir frá læknadeild og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands en einnig er kennsla og verkleg þjálfun fyrir nema í heilbrigðisfræðum við Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, sjúkraflutningamenn (EMT-b, EMT-I, neyðarflutningsnám) og fleiri. Auk þess er alltaf eitthvað um erlenda nema.

Nemendafjöldinn er mikill og kennslurýmin umsetin enda er deildin ein sinnar tegundar á landinu.
Nærri lætur að um 300-400 nemar komi á bráðamóttökuna árlega og staldri við frá einum degi og upp í sex vikur.

Yfirlæknir: Mikael Smári Mikaelsson

Deildarstjóri: Ágústa Hjördís Kristinsdóttir 

Um nokkra staði getur verið að ræða þegar leita þarf til heilbrigðisstétta eftir aðstoð og flókið fyrir þann sem ekki þekkir til að rata á réttan stað. 

Starfsfólk bráðamóttöku Landspítala vill leggja sitt af mörkum í þágu skjólstæðinga sinna til að greiða götu þeirra sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, innan og utan Landspítala.

Nánar hér

Tengd starfsemi og þjónusta

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?