Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Batastefnan varð til hægt og rólega og hafði það að markmiði að hjálpa endurhæfingarúrræðum að verða batamiðaðri í eðli sínu með því að innlima þá hugmyndafræði endurhæfingarúrræða að hægt væri að ná bata.

  • Bati væri því ekki lengur undantekningin heldur alltaf aðalmarkmiðið

Í framhaldi af þessu hefur hugmyndafræði batastefnunnar verið tekin inn í stefnu geðheilbrigðismála í mörgum enskumælandi löndum, t.d. Ástralíu, Kanada, Írlandi, Ísrael, Skotlandi, Bretlandi, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum.

Vakning varð í samfélaginu á því að fólk með geðklofasjúkdóm gætu náð sér af mörgum einkennum sínum og lifað merkingarfyllra lífi.

  • Batamiðstöð - leið til aukinnar vellíðunar

Eitt af helstu markmiðunum batamiðstöðvar er bætt þjónusta við notendur.

Ein leið til þess er að auka val þeirra um leiðir til að vinna að sínum bata.

Með starfrækslu batamiðastöðvar verður notendum boðið upp á úrval athafna og leiða til að auka almenna vellíðan og skapa sér aukin lífsgæði óháð því hvort einkenni veikinda vara til lengri eða skemmri tíma. Einn meginþátturinn í þeirri viðleitni er að gera notendum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar með góðri aðstöðu og aðgengi að ólíkum leiðum til þess.

Í batamiðstöð verður boðið upp á úrval ólíkra leiða þar sem notendur geta tekið þátt í þeim athöfnum og hreyfingu sem þeim þykir ánægjuleg.

Mest er um vert sú einstaklingsmiðaða nálgun sem veitt verður með aðgengi notenda að fagmenntuðu starfsfólki sem veita mun þann stuðning sem mikilvægur er á leið fólks til bættrar heilsu.

Batamiðstöðin mun einnig þjóna hlutverki einskonar samfélagskjarna á Kleppi og standa fyrir ýmsum viðburðum og samkomum sem stuðlað geta að aukinni vellíðan.

Vonir standa til um að batamiðstöð skili sér í auknum lífsgæðum og velferð notenda.

Með auknum bata eykst vellíðan fólks, stjórn þess á einkennum veikinda verður meiri og sá fórnarkostnaður sem fylgir erfiðum veikindum minnkar.

Með aukinni batamiðaðari þjónustu aukast lífsgæði fólks umfram það sem búast má við með lækningu eingöngu og því gríðarlega mikilvæg viðbót við þá hefðbundnu hjúkrunar- og læknismeðferð sem þegar er veitt.

Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing er skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks.

Fólk með geðfötlun á þó, því miður, oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika.

Hreyfing hefur jákvæð áhrif á geðræn einkenni og því er mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu úrræða á geðsviði Landspítala sem gerir skjólstæðingum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar og aukinna lífsgæða.

Aðstoð við það getur því skipt sköpum í lífi fólks. Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu.

Batamiðstöðin þjónar notendum allra deilda í endurhæfingu geðsviðs á Kleppi. Hún er staðsett á jarðhæð Klepps.

Batamiðuð þjónusta felur í sér að styðja þjónustuþega til að draga úr geðrænum einkennum og auka lífgæði þeirra með áherslu á að þjónustuþeginn sjálfur sé sérfræðingur í eigin lífi.

Starfsfólkið er til staðar til að leiðbeina og styðja þjónustuþega til að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér. Aðal útgangspuntkurinn er þjónustuþeginn sjálfur en ekki sjúkdómafræði, veikindi, einkenni eða almenn heilsa hans.

Þegar unnið er í átt að batanum er leitast við að ýta undir von þjónustuþega.

Þjónustuþegar eru studdir í þá átt að þeir hafi stjórn á eigin lífi og finni þær leiðir sem henta þeim í leið sinni að bata.

Mikilvægt er að hafa í huga að engin ein leið er að bata heldur getur ferlið verið mismunandi á milli þjónustuþega.

Starfsfólkið styður við þjónustuþega í að finna von, sköpunargáfu, samúð, raunsæi og seiglu til að geta tekist á við það sem á eftir kemur.

Þá er mikilvægt að tengja fjölskyldumeðlimi og aðra aðstandendur í endurhæfinguna til að þjónustuþeginn fái allan þann stuðning sem þörf er á, óski hann eftir því.

Markmiðið með batamiðaðri þjónustu er að efla samstarfið á milli þjónustuþega og starfsfólks.

Allir eru að vinna að sameiginlegu markmiði og færist fólk úr þeim hlutverkum að vera sérfræðingur eða sjúklingur í hlutverk sem einkennast af því að taka höndum saman.

Markmiðið er að styrkja þjónustuþega í að verða félagslega virkir og taka að sér þýðingarmikil félagsleg hlutverk innan samfélagsins frekar en að vera ávallt á aðskildum stofnunum.

Eitt af þeim einkennum sem er hvað mest afgerandi hjá einstaklingum sem eru að glíma við geðröskun er félagsleg einangrun og félagslegt óöryggi.

Eitt af markmiðum batamiðaðrar þjónustu getur því verið að styðja þjónustuþegann í átt að virkni sem og að styðja hann við að byggja sér upp tengslanet sem hann hefur vanrækt vegna veikinda sinna.

Gildi

  • Gildi Landspítala eru umhyggja – fagmennska – öryggi – framþróun
  • Gildi batastefnunar eru hvatning – samvinna – virðing

Ávinningur geðsviðsins af því að taka upp batamiðaða þjónustu er margþættur.

Beinn ávinningur af nýjum starfsháttum og þeim aðferðum sem þjónustan byggir á er að líðan og virkni þjónustuþeganna verður betri og þar af leiðandi aukast líkur á bata.

Þá er einnig hægt að búast við því að líðan og hollusta starfsmanna aukist með breytingum á starfsumhverfi.

Batamiðaðri þjónustu er ætlað að draga úr einkennum geðrænna sjúkdóma og auka lífsgæði þjónustuþeganna. Gerist það vegna aukinnar ábyrgðar á eigin meðferð vegna þess að þeir finna styrkleika sína og setja sér gildi og markmið.

Stefnt er að því að vinna samkvæmt batamiðaðri þjónustu þar sem starfsfólk styður við þjónustuþegann í leit sinni að bata.

Starfsfólk styður við jákvæða sjálfsmynd þjónustuþegans og skapar von um betra líf.

Áhersla er á sjálfsákvörðunartöku, sjálfsstjórn og getu þjónustuþega til að lifa þýðingarmeira lífi en þeir gerðu áður.

Þjónustuþegarnir eru sérfræðingar í eigin lífi og verða því hluti af teyminu en ekki fyrir utan það og taka ábyrgð á eigin meðferð.

Almennt um hugmyndafræðina

Rethink rethink.org

Bresk hagsmunasamtök sem nefnast Rethink sem stuðla að bættu lífi fólks með geðsjúkdóma. Hér má finna fræðsluefni á ensku um batamiðaða þjónustu sem samtökin standa fyrir.

Sainsbury center

http://www.centreformentalhealth.org.uk/recovery/index.aspx

Bresk hagsmunasamtök sem stuðla að bættu lífi fólks með geðsjúkdóma. Samtökin veita umfangsmikla þjónustu s.s. hvað varðar réttarstöðu, starfsferil, bata, uppeldi og starfsþjálfun. Hér má finna fræðsluefni á ensku um batamiðaða þjónustu sem samtökin standa fyrir.

 

Bataskóli – tengt lesefni og fróðleikur

Recovery Education Centres: http://cpr.bu.edu/ og http://www.recoveryinnovations.org/ og http://www.nottinghamshirehealthcare.nhs.uk/our-services/local-services/adult-mental-health-services/nottingham-recovery-college/

Hér má finna fræðsluefni um starfandi fræðslumiðstöðvar erlendis sem hafa það markmið að styðja fólk í bataferli sínu með fræðsluerindum, námskeiðahaldi og einstaklingsnálgun.

Collaborative Recovery Model: http://www.uow.edu.au/health/iimh/research/UOW103546.html

Hér má finna fræðsluefni um leiðbeinandi nálgun í batavinnu. Hér er boðið upp á þjálfun í leiðbeinandi nálgun í batavinnu sem nefnist CRM nálgun í Ástralíu.

Nottingham Helath care: http://www.nottinghamshirehealthcare.nhs.uk/our-services/local-services/adult-mental-health-services/nottingham-recovery-college/

Hér má finna fræðsluefni um bataskóla sem starfræktur er í Nottingham (Bretlandi) frá 2011. Skólinn býður upp á námskeið sem hjálpa þjónustuþegum að þróa hæfileika sína, setja sér markmið og lifa þýðingarmiklu lífi.

Mind – for better health care: http://www.mind.org.uk/

Bresk hagsmunasamtök sem veita fræðslu og stuðning fyrir fólk með geðræn vandamál og aðstandendur þeirra. Boðið er upp á ýmis námskeið og eru þau tilgreind sérstaklega á síðunni.

Sainsbury bæklingur http://www.centreformentalhealth.org.uk/pdfs/Recovery_Colleges.pdf

Bæklingur á pdf formi þar sem gerð er grein fyrir uppbyggingu bataskóla, markmiði og námsvali innan skólanna. Víða í Bretlandi er starfræktir bataskólar með góðum árangri.

 

Youtube – skólinn og hugmyndafræðin

http://www.youtube.com/watch?v=VSOeQbkMVqc

Myndband um bataskóla frá South West London Recovery College. Myndbandið er með enskum texta og skýrir vel hvernig fyrirkomulagið virkar innan bataskóla.

http://www.youtube.com/watch?v=_2SDbSuX3kQ

Myndband um batahugmyndafræðina frá Bandaríkjunum. Hér er fjallað um þrjá þætti sem þurfa að vera til staðar til að vinna eftir batamiðaðri þjónustu.

 

Samstarfsaðilar á Íslandi

Geðheilsustöð Breiðholts - http://www.reykjavikurborg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3321/5336_view-5830/

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Geðteymi - http://hss.is/index.php?option=com_content&view=article&id=226&Itemid=314

 

Notenda- og hagsmunasamtök á Íslandi

Geðhjálp - http://gedhjalp.is/

Hlutverkasetur - http://www.hlutverkasetur.is/

Hugarafl - http://hugarafl.blog.is/blog/hugarafl/

Höndin - http://hondin.is/

Klúbburinn Geysir - http://kgeysir.is/kgeysir/is/forsida/

Rauði Kross Íslands - http://www.raudikrossinn.is/

 

Hafa samband - Batamiðuð þjónusta á LSH

Fésbókarsíða - Batamiðuð þjónusta á geðsviði Landspítala

- Netfang: bati@lsh.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?