Leit
LokaSvæðisgarnabólga (Chron's)
Bólgusjúkdómur í þörmum og tilheyrir flokki langvinnra bólgusjúkdóma í þörmum.
Algengast er að meðhöndla sjúkdóminn með lyfjum.
Hagnýtar upplýsingar
Ekki er nákvæmlega vitað hver orsök sjúkdómsins er en vitað er að hann raskar ónæmissvörun líkamans.
- Kviðverkir
- Niðurgangur
- Igerð
- Fistlar
- Í slæmum tilfellum þyngdartap og jafnvel hiti
Langvinn bólguviðbrögð valda bólgu, roða og sárum í meltingarvegi.
Sjúkdómurinn getur breiðst út hvar sem er í meltingarveginum, allt frá munni til endaþarmsops.
Í flestum tilvikum er hann þó staðbundinn í neðsta hluta smáþarmanna og aðliggjandi hluta ristilsins.
- Greining fer fram með speglun
- Svæðisgarnabólga er oftast meðhöndluð með lyfjum
- Í einstaka tilvikum getur skurðaðgerð þó gagnast betur
Eftir að tekist hefur að draga úr einkennum með lyfjameðferð eða skurðaðgerð er gangur sjúkdómsins breytilegur hvað varðar tilhneigingu til bakslags.