Sérnám í ofnæmis- og ónæmislækningum
Námstími: 3 ár, þar af eitt erlendis..
Kennslustjóri: Kristján Erlendsson sérfræðilæknir, netfang: krerlend@landspitali.is
Kennsluráð:
- Sigurveig Þ. Sigurðardóttir yfirlæknir Ofnæmislækninga á Landspítala
- Unnur Steina Björnsdóttir, sérfæðilæknir
- Sólrún Melkorka, sérfræðilæknir formaður FÍOÓL
- Björn Rúnar Lúðvíksson, Prófessor í ónæmisfræði HÍ, Framkvæmdastjóri Skrifstofu Klínískra rannsókna og stoðþjónustu
Sérnámið er byggt á nýsamþykktri íslenskri marklýsingu sem er byggð upp á grunni marklýsingar UEMS og vottað af mats- og hæfisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins í samræmi við reglugerð 856/2023
Ofnæmis- og ónæmisfræði er ein yngsta sérgrein læknisfræðinnar og hefur hún vaxið umtalsvert á síðustu áratugum. Sérgreinin felur í sér mat og skilning á ónæmiskerfi líkamans og hvernig nýta megi þá þekkingu til rannsókna, greiningar og meðhöndlunar heilsufarsvandamála og sjúkdóma. Ofvirkni sem og vanvirkni í ónæmiskerfinu geta leitt til fjölbreytilegra vandamála og meðhöndlun með ónæmisvirkum meðferðum (immunomodulatory therapy) er nú beitt í fjölmörgum sjúkdómum. Ónæmisvirkum meðferðum hefur fjölgað mjög síðustu ár og því fylgja einnig afleidd vandamál tengd ónæmiskerfinu.
Lágmarkstími námsins verða 3 ár en námi verður lokið þegar hæfni er náð skv. Gullbók og ákvæðum reglugerðar. Þeir sérfræðingar sem nú eru starfandi á LSH hafa flestir hlotið sérmenntun sína í Bandaríkjunum, Hollandi, Noregi eða Svíþjóð. Þannig hefur myndast hópur sérmenntaðs fólks innan fagsviðsins með bakgrunn frá mörgum af bestu háskólastofnunum þessara landa.
Landspítali auglýsir sérnámsstöður lækna tvisvar á ári í janúar og september.
Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf 1. mars og í lok júní árlega. Í fyrstu viku er skylt að mæta á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.
Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum.
Samvinna hefur verið staðfesti milli SAk um sérnám og er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki.
Skrifstofustjóri sérnáms: Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir, netfang: skrifstofasernams@landspitali.is