Uppbyggingin við Hringbraut
Miklar framkvæmdir eru við Hringbraut við nýbyggingar Landspítala og Háskóla Íslands. Þessar framkvæmdir eiga eftir að standa yfir í mörg ár og óhjákvæmilegt að þær valdi nokkurri röskun og óþægindum. Reynt er að lágmarka röskunina eins og kostur er og tryggja gott upplýsingaflæði vegna framkvæmdanna, meðal annars með framkvæmdafréttum og myndskeiðum á þessari vefsíðu.
Framkvæmdafréttir
... er að finna í fréttaveitu Nýs Landspítala ohf. (NLSH.is)
Myndskeið
Um verkefnið
Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum eftir því sem þörf krefur, til dæmis ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.
Tæknilegar upplýsingar: Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH asbjorn@nlsh.is Ólafur Birgisson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins olafur.b@fsr.is
Almennar upplýsingar fyrir hönd NLSH: Magnús Heimisson, samskiptastjóri hjá NLSH magnus@nlsh.is
Sértækar upplýsingar fyrir hönd Háskóla Íslands: Björn Gíslason, kynningarstjóri markaðs- og samskiptasviðs HÍ bgisla@hi.is
Sértækar upplýsingar fyrir hönd Landspítala: Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar hagalin@landspitali.is
Árið 2000 var byrjað fyrir alvöru að undirbúa byggingu sameinaðs nýs spítala.
Árið 2005 var staðið fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Landspítalalóðarinnar. Í kjölfar samkeppninnar var hafin vinna við deiliskipulag svæðisins en hætt var við þá vinnu vegna efnahagshrunsins 2008.
Árið 2009 var þráðurinn tekinn upp að nýju og fyrri áform um uppbyggingu á svæðinu endurskoðuð. Hönnunarsamkeppni var haldin 2009-2010 og í kjölfarið hófst formleg vinna að nýju deiliskipulagi fyrir Landspítala árið 2010 sem lauk með gildistöku deiliskipulags fyrir svæðið vorið 2013.
Landspítali er þjóðarsjúkrahús og gegnir mikilvægu hlutverki sem stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Nýju húsnæði er ætlað að uppfylla grunnkröfur samtímans til heilbrigðisþjónustu á öflugu háskólasjúkrahúsi. Undanfarin ár hafa tugir arkitekta og verkfræðinga og hundruð starfsfólks unnið að skipulagi, hönnun og bestun ferla fyrir verkefnið.
Byggingarframkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna við Hringbraut og rannsóknarhús sem mun hýsa rannsóknarstarfsemi spítalans og háskólans hófust árið 2018. Meðferðarkjarninn verður aðalbygging spítalans við Hringbraut og stefnt er að því að taka þá nýbyggingu í notkun árið 2026.
Byggingarframkvæmdum við sjúkrahótelið lauk árið 2019.
Helstu nýbyggingar sem rísa við Hringbraut:
- Sjúkrahótel. Það var tekið í notkun árið 2019.
- Meðferðarkjarni. Langstærsta byggingin. Stefnt að því að hún verði tilbúinn árið 2025.
- Rannsóknarhús.
- Bílastæða- og tæknihús.
- Háskóli Íslands byggir við Læknagarð.
Í nýju rannsóknarhúsi Landspítala verða allar rannsóknarstofur Landspítala, lífsýnasöfn og Blóðbankinn. Þessi starfsemi er nú á meira en 10 stöðum í borginni. Rannsóknarhúsið fer í fullnaðarhönnun árið 2018. Húsið verður bylting í aðstöðu fyrir starfsfólk og fjölbreyttar vísindarannsóknir. Húsið verður staðsett vestan Læknagarðs og mun tengjast honum, nýbyggingu Háskólans og meðferðarkjarna með tengibrúm.