Göngudeild bæklunarskurðlækninga G3
Á göngudeild bæklunarskurðlækninga er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta við einstaklinga með vandamál í stoðkerfi. Einkum eftirfylgd eftir beinbrot og aðra áverka. Einnig eftirfylgd eftir aðrar aðgerðir á vegum bæklunarlækna
Þuríður A Guðnadóttir
Hjörtur F Hjartarson
Hafðu samband
Hér erum við
Landspítali Fossvogi - Göngudeild bæklunar er í G-álmu á 2. hæð og Bráðamóttakan er í G-álmu á 3. hæð.
Hagnýtar upplýsingar
Göngudeild bæklunar G3 er á 3 hæð en Bráðamóttakan G2 er á 2.hæð.
Á deildinn er veitt fjölbreytt þjónusta. Þar starfa hjúkrunarfræðingar sem eru sérfræðingar í meðhöndlun beinbrota (gipsun) og annara áverka. Meirihluti skjólstæðinga deildarinnar hefur hlotið beinbrot sumir þurfta að fara í skurðaðgerð en ekki allir. Þeir koma svo í sínar endurkomur á göngudeildina, stundum oftar en einu sinni.
Á deildinni eru framkvæmdar dagaðgerðir t.d skrúfutökur og ýmasar handaraðgerðir
Þangað koma einstaklingar í fyrstu skoðun til læknis t.d vegna mögulegra gerviliðaaðgerða
Einnig koma á deildina einstaklingar með sjúkdóma í stoðkerfi allt frá 5 daga gömlum börnum.