Símsvörun ritara er opin frá 08:00-14:00 alla virka daga.
Göngudeild gigtar
Göngudeild gigtar og sjálfsofnæmis er staðsett á 1. hæð á Eiríksstöðum
Erna Jóna Sigmundsdóttir
Katrín Þórarinsdóttir
Hafðu samband
Símatími göngudeildar gigtar er milli kl 8-14 alla virka daga í síma 543-9580. Við bráðaveikindi vegna lyfjagjafar utan dagvinnutíma skal leita á læknavakina eða bráðmóttöku.
Ef þú hefur fengið sýkingu nýlega hafðu samband við göngudeildina fyrir áætlaða lyfjgjöf.
Mjög mikilvægt er að láta vita með góðum fyrirvara ef þú getur ekki mætt á þeim tíma sem þér var úthlutað svo hægt sé að nýta tímann fyrir aðra.
Hagnýtar upplýsingar
Við komu í lyfjagjöf eru lífsmörk mæld og þú svarar stuttum spurningarlista um heilsufar.
Tímalengd lyfjagjafa
Upplýsingar um lyf |
Tímalengd lyfjagjafa |
Aclasta |
1 klst. |
Benlysta |
1,5 klst. |
Blóðhlutagjafir (plasma) |
5 klst. |
Cyclofosfamid |
4 klst. |
Ileomedin |
6,5 klst |
Infliximab (Flixabi, Inflectra, Remicade) |
1,5 klst. |
Immunoglobulin (Gamunex, Privigen) |
3 klst. |
Orencia |
1 klst. |
Rituximab (Rixathon) |
6 klst. |
Roactemra |
1,5 klst. |
Solu-medrol |
2 klst |
Zoledronic | 1 klst. |
Athugið að meðferðartími getur verið einstaklingsbundinn.
Þú færð upplýsingar um nýja tímabókun hjá ritara ef þú ert í lyfjagjöf.
Ef þú ert á lyfjapenna átt þú ekki að gefa þér lyfið ef þú ert veikur eða ert á sýklalyfjum
Mælt með covidbólusetningu sjá upplýsingar á síðu Embættis Landlæknis
Að minnsta kosti 10 dagar þurfa að líða á milli lyfjagjafa og bólusetningar
Þeir sem eru á líftæknilyfjum mega ekki fá lifandi bóluefni og má þar nefna MMR, kóleru, gulsótt.
Til þess að fá þjónustu á göngudeildinni þarf tilvísun frá heimilislækni eða öðrum sérfræðilæknum til að bóka tíma á deildinni. Farið er yfir tilvísanir og þeim forgangsraðað.
Einungis sérhæfðar lyfjagjafir fara fram á deildinni, sérfræðingar í gigtlækningum sækja um leyfi til lyfjanefndar. Undirbúningur lyfjameðferðar fer fram á göngudeildinni.
Undirbúningur hefst á göngudeildinni þegar lyfjaleyfi er samþykkt. Ritari hefur samband og gefur tíma hjá hjúkrunarfræðing í fræðslu og undirbúning fyrir lyfjagjöf.
Undirbúningur
- Gilt lyfjaleyfi
- Lyfseðill ef um sprautulyf er að ræða
- Röntgenmynd af lungum
- Blóðprufur
- Bólusetningar
- Fræðsla/kennsla
- Öryggiskort
- ICBIO sjá upplýsingar hér neðar á síðunni.
Áður en þú kemur á deildina í viðtal og/eða í meðferð er gott að hafa eftirfarandi í huga:
- Ráðlagt er að kynna sér sjúklingaráðin 10. Ráðin hafa það að leiðarljósi að sjúklingar taki virkan þátt í meðferð sinni og séu upplýstir til að auka öryggi og gæði þjónustunnar sem veitt er.
- Gott getur verið að taka með sér afþreyingu og nesti fyrir lengri meðferðir.
- Nespressó kaffikanna er á deildinni. Hægt er að koma með sín eigin hylki þegar komið er í meðferðina.
- Gott er að taka með sér kodda og teppi til að láta fara vel um sig sérstaklega í lengri lyfjameðferðum.
- Hægt er að fá aðgang að netinu í gegnum gestanet spítalans
- Vinsamlegast hafið símann stilltan á hljóðlausa stillingu og sé símtal bráðnauðsynlegt, vinsamlegast farið fram til að tala.
- Ef af einhverju ástæðum þarf fylgdarmann þarf að hafa samband við göngudeildina áður.
Vinsamlegast virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi
Við komu á göngudeild gigtarsjúkdóma er byrjað á að slá inn kennitölu í innskráningarstandi sem er staðsettur í andyri Eiríksstaða.
Greitt er fyrir meðferðina við innritun sjá gjaldskrá Landspíala
Vinsamlegast hinkrið á biðstofu þar til þér er vísað inn á deildina.
Hjúkrunarfræðingur/sjúkraliði/læknir tekur á móti þér og vísar þér í meðferðastól ef þú ert að koma í lyfjagjöf eða inn á stofu ef þú ert að koma í viðtal.
Sérfræðingar í gigtarlækningum
Bjarni Þorsteinsson
Björn Guðbjörnsson
Gunnar Tómasson
Gerður Gröndal
Guðrún Björk Reynisdóttir
Katrín Þórarinsdóttir
Ólafur Pálsson
Pétur Jónsson
Sædís Sævarsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðingar
Berglind Íris Hansdóttir
Camilla Guðjónsdóttir
Elínborg Stefánsdóttir
Ólöf Elmarsdóttir
Rakel Reynisdóttir
Valgerður Arndís Gísladóttir
Sjúkraliðar
Hreindís Elva Sigurðardóttir
Hrefna Dögg Jóhannesdóttir
Atferlisfræðingur
Bára Denny Ívarsdóttir
Móttökuritari
Anna Margrét Sigurðardóttir
Sigurbjörg Long
Fræðsluefni
Iktsýki /liðagigt (RA) er algengasti gigtarsjúkdómurinn sem stafar af sjálfsofnæmi. Við RA byrjar ónæmiskerfi líkamans að ráðast á eigin vefi, sem veldur bólgum í liðum. RA hefur oftast áhrif á smærri liði í höndum og fótum en getur einnig haft áhrif á stærri liði og önnur líffæri, svo sem augu og lungu. Um 75% þeirra sem fá RA eru konur. Einkennin byrja venjulega á aldrinum 30 til 50 ára en geta komið fram á hvaða aldri sem er. RA er langvinnur sjúkdómur, og þótt lækning sé ekki til eins og staðan er í dag, eru til margar leiðir til að meðhöndla og draga úr einkennum. Snemmgreining og rétt meðferð geta létt á einkennum og komið í veg fyrir liðskemmdir og hreyfiskerðingu.
Hver eru helstu einkenni?
Stirðleiki í liðum að morgni getur verið vísbending um RA, þar sem þetta er ekki algengt í öðrum sjúkdómum. Stirðleikinn getur varað í eina til tvær klukkustundir (eða jafnvel allan daginn) en lagast yfirleitt við hreyfingu. Bólga og verkir í smáliðum handa og fóta, sem hafa varað lengur en 6 vikur, geta einnig bent til langvinns bólgusjúkdóms. Til að greina RA þarf líkamsskoðun, blóðprufur og myndgreiningar eins og röntgen, segulómun eða ómskoðun. Þegar greining hefur verið staðfest miðar meðferð að því að minnka bólgur, létta á einkennum eins og verkjum eða bólgu og koma í veg fyrir langvarandi liðskemmdir.
Hverjar eru algengar meðferðir?
Sjúkdómstemprandi gigtarlyf (DMARD) eru yfirleitt fyrsta meðferð sem gefin er við RA. Algengt fyrsta DMARD-lyf er methotrexat. Ef það nægir ekki þá gæti þurft öflugri DMARD lyf t.d. líftæknilyf. Engin ein meðferð hentar öllum, og margir þurfa að breyta meðferð sinni að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Gigtarlæknir mun hjálpa þér að finna meðferðarplan sem hentar þér best.
Að lifa með RA
Reglulegt eftirlit hjá gigtarlækni er lykilatriði til að stjórna sjúkdómnum og draga úr hættu á liðskemmdum. Taktu öll lyf samkvæmt fyrirmælum og láttu lækninn vita ef einhverjar aukaverkanir eða vandamál koma upp. Stundaðu léttar þolæfingar, eins og göngur, og styrktaræfingar til að bæta vöðvastyrk. Mikilvægt er að hætta að reykja ef þú ert reykingamaður, þar sem tóbaksnotkun tengist t.d. verri áhrifum lyfja á RA.
Hryggikt (Spondyloarthritis, SpA)
Hryggikt (SpA) er bólgusjúkdómur sem hefur áhrif á hrygginn (axial SpA). Hryggikt byrjar lang oftast með bólgu, sem veldur verkjum og stirðleika í spjaldliðum og lendhrygg, eða í mjóbakinu. Sjúkdómurinn getur líka gefið einkenni frá brjósthrygg og hálsi. Af bólgunni geta orðið skemmdir í hryggnum með beinnýmyndun og beinsamvexti á milli hryggjarbola og beinnýmyndun í liðböndum með tilheyrandi stirðleika eða hreyfiskerðingu. Um helmingur sjúklinganna fær líka liðbólgur, sem eru algengari í neðri útlimum.
Hryggikt veldur einnig oft bólgum í sinafestum, þar sem sinar og liðbönd tengjast beinum. Hryggikt kemur aðeins oftar fram hjá körlum en konum og oftast á unglings- eða tvítugsaldri. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að um 84% sjúklinganna er með HLA-B27 genið, algengi sjúkdómsins á Íslandi er um 0,1%. Psoriasisgigt, fylgigigt og gigt tengd bólgusjúkdómum í þörmum, eins og Crohn’s sjúkdómi og sáraristilbólgu, eru skyld hryggikt og sum einkenni mjög lík.
Hver eru helstu einkenni?
Mjóbakverkir og stirðleiki eru algengasta einkennið. Sumir fá liðverki í hendur, fætur, handleggi eða fótleggi. Sjúklingar geta upplifað verki, þreytu eða stirðleika sem eru annað hvort viðvarandi eða koma og fara.
Rétt greining krefst þess að læknir skoði sjúkrasögu sjúklings og framkvæmi líkamsskoðun. Læknir getur einnig pantað myndgreiningar eða blóðprufur. Ákveðnar breytingar á spjaldliðum, sem greinast með röntgenrannsóknum, eru lykilatriði til að setja sjúkdómsgreininguna hryggikt, ásamt ofangreindum einkennum sjúklingsins.
Blóðpróf til að kanna HLA-B27 genið getur verið nauðsynlegt, en það að hafa þetta gen þýðir ekki alltaf að hryggikt muni þróast.
Hverjar eru algengar meðferðir?
Sjúklingar með hryggikt ættu að fá sjúkraþjálfun og stunda æfingar fyrst og fremst með áherslu á liðleika og bakréttu. Fyrsta val í lyfjameðferð eru bólgueyðandi lyf (NSAID) til að draga úr einkennum. Fyrir staðbundna liðbólgu eru sterasprautur í liði eða sinaslíðrið fljótleg meðferð. Ef þessi meðferð dugar ekki, má nota sjúkdómstemprandi gigtarlyf (DMARD) til að draga úr einkennum og koma í veg fyrir liðskemmdir, en þau gagnast oft illa við sjúkdómnum í hryggnum. Líftæknilyf, nýrri flokkur lyfja, eru hins vegar mjög áhrifarík við bæði hrygg- og liðeinkennum hryggiktar.
Að lifa með hryggikt
Með nýjum meðferðarúrræðum lifa flestir með hryggikt virku og eðlilegu lífi og með nokkuð eðlilegum lífslíkum. Fólk með hryggikt ætti að stunda reglulega hreyfingu til að viðhalda lið- og hjartaheilsu. Reykingafólk ætti að hætta eða fá aðstoð við að hætta, það bætir líðan og horfur. Stuðningshópar fyrir fólk með hryggikt geta einnig verið gagnlegir og fræðandi, sérstaklega í ljósi þess að um mjög langvarandi sjúkdóm er að ræða
Psoriasisgigt (PsA) er langvinnur sjálfsofnæmissjúkdómur sem einkennist af liðbólgum. PsA kemur fram hjá einstaklingum sem einnig eru með psoriasis, sjálfsofnæmissjúkdóm í húð sem veldur hreisturkenndum, rauðum kláðaútbrotum. PsA getur haft áhrif á stóra liði eins og hné og axlir, en einnig á liði í fingrum, tám og einnig baki. Einkennin byrja yfirleitt á aldrinum 30 til 50 ára og geta verið væg eða valdið langvinnum bólgum sem geta leitt til liðskemmda ef ekki er brugðist rétt við. Karlar og konur eru í jafnmikilli áhættu.
Hver eru helstu einkenni?
PsA getur haft áhrif á einn eða fleiri liði og veldur þá stirðleika og bólgu. Dactylitis (á íslensku pulsufingur eða pulsutær) getur komið fram ásamt naglbreytingum. Önnur einkenni eru bólgur í sinum og festum, bakverkir en einnig geta komið fram bólgur í ristli og augum (uveitis). Greining á PsA hefst með líkamsskoðun til að finna bólgna eða auma liði og skoða breytingar á nöglum og húð. Röntgenmyndir eða myndgreiningar, eins og ómskoðun, segulómun eða tölvusneiðmyndir, geta sýnt liðskemmdir. Blóðprufur geta hjálpað til við að útiloka aðra sjúkdóma.
Hverjar eru algengar meðferðir?
Meðferðir fara eftir því hversu miklir verkir, bólga eða stirðleiki eru til staðar og miða að því að draga úr verkjum og bólgum ásamt því að koma í veg fyrir langvarandi liðskemmdir. Væg gigtarköst geta verið meðhöndluð með bólgueyðandi lyfjum (NSAID) eins og ibuprofen eða naproxen. Sterasprautur geta dregið úr verkjum og bólgu í viðkomandi lið. Ef NSAID-lyf duga ekki, getur gigtarlæknir ávísað sjúkdómtemprandi gigtarlyfjum (DMARD), svo sem sulfasalazine, methotrexate eða leflunomide. Ef auka þarf meðferð koma önnur DMARD til greina (bDMARD eða tDMARD) en val af lyfi er sniðið að hverjum sjúkling. Gigtarlæknir mun vinna með þér til að finna bestu meðferðarmöguleikana fyrir þig.
Að lifa með PsA
Reglulegt eftirlit hjá gigtarlækni til að tryggja að sjúkdómnum sé haldið niðri er nauðsynlegt. Reglulegar æfingar eins og ganga, hjólreiðar og jóga hjálpa til við að styrkja liði og bæta hjartaheilsu. Einnig er mælt með eftirliti hjá heimilislækni til að fylgjast með háum blóðþrýstingi, offitu, sykursýki af tegund 2 og háu kólesteróli. Ef þú ert einnig með psoriasis getur húðlæknir ávísað viðbótarmeðferðum til að bæta húðsjúkdóminn.
Fyrir frekari upplýsingar um PsA sjá upplýsingar hjá Gigtarfélaginu
Lupus er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem ónæmiskerfið veldur skaða á heilbrigðum vef. Lupus er svokallaður fjölkerfasjúkdómur en margir fá einkenni frá húð. Einkenni eru mismikil og geta verið væg hjá sumum meðan alvarleiki sjúkdóms getur verið mikill hjá öðrum. Algeng einkenni geta verið liðbólgur, hiti, þreyta, útbrot og margt fleira.
Sjá einnig: The Lupus Foundation of America
Risafrumuæðabólga (GCA) einkennist af bólgum í æðum. Við GCA hafa bólgurnar oftast áhrif á slagæðar í hársverði og höfði, sérstaklega á gagnaugaslagæðarnar. GCA tengist gigtarsjúkdómnum fjölvöðvagigt (PMR). Um 5-15% sjúklinga með PMR fá einnig greiningu á GCA, og um 50% þeirra sem eru með GCA hafa einnig einkenni PMR. Þessir sjúkdómar geta komið fram samtímis. GCA kemur aðeins fram hjá fullorðnum, yfirleitt eftir fimmtugt, og er algengari hjá konum en körlum og hjá hvítum einstaklingum frekar en öðrum kynþáttum.
Hver eru helstu einkenni?
Algengasta einkenni GCA er nýtilkominn höfuðverkur, oftast í gagnaugum, en hann getur verið hvar sem er í höfðinu. Önnur einkenni eru þreyta, lystarleysi, þyngdartap og flensulík einkenni. Verkir í kjálka við tyggingu geta einnig komið fram. Truflun á blóðflæði til augna getur valdið varanlegu sjóntapi eða tvísýni. Rétt meðferð getur komið í veg fyrir þessa alvarlegu fylgikvilla. Mikilvægt er að sjúklingar með virkan eða óvirkan PMR láti lækna sína vita ef þeir fá nýtilkominn höfuðverk, breytingar á sjón eða kjálkaverki.
Til að greina GCA er ekki til einfalt blóðpróf. Sökk og CRP eru blóðpróf sem endurspegla bólgur, en það eitt og sér nægir ekki til greiningar. Í sumum tilvikum má gera ómskoðun á gagnaugaæðum. Algengt er að taka vefjasýni úr gagnaugaæð til að staðfesta greiningu.
Meðferð við GCA
Meðferð við GCA ætti að hefjast strax eftir greiningu til að koma í veg fyrir sjónmissi. Fyrsta val í meðferð er oftast 40-60 mg af prednisolon (sterar) á dag. Höfuðverkur og önnur einkenni lagast oft hratt við meðferð og bólgumiðlar í blóði lækka. Eftir um mánuð er skammturinn smám saman minnkaður. Flestir sjúklingar taka 5-10 mg af prednisolon á dag eftir nokkra mánuði og hætta lyfjanotkun að fullu eftir eitt til tvö ár. GCA getur þó komið aftur eftir meðferð. Lyfið tocilizumab, sem gefið er undir húð, var fyrir nokkrum árum samþykkt til meðferðar á GCA og dregur úr þörf á sterum.
Að lifa með GCA
Aukaverkanir eru algengari við hærri skammta af sterum. Sterameðferð getur valdið beinþynningu, svo læknirinn þinn gæti mælt með beinþéttnimælingu og gefið ráð um inntöku D-vítamíns, kalks eða bisfosfónata til að koma í veg fyrir beinbrot. Aðrar aukaverkanir stera eru m.a. óróleiki, þyngdaraukning, svefntruflanir, vöðvaslappleiki, ský á augasteini (cataracts) og marblettir. Flestar aukaverkanir stera eru tímabundnar og meðhöndlanlegar.
- Iktsýki - Gigtarfélag Íslands: Grein eftir Gunnar Tómasson, gigarlækni: https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/iktsyki/
- https://www.gigt.is/utgafa/gigtin/1-tbl-2016
- https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/psoriasisgigt/soragigt-psioriasisgigt
- https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/lyf/gjorbylting-i-medferd-gigtarsjukdoma
Íslenskar fræðigreinar
- Læknanleg liðbólga | 04. tbl. 104. árg. 2018 - Læknablaðið
Erlendar fræðigreinar
- fsfrgrs
- rfghjkhoiloi
- fdghjk
ICEBIO
ICEBIO-systematic treatment approaches
Þar sem þessir liðbólgusjúkdómar eru langvinnir þarfnast þeir sem þjást af þeim oftast lyfjameðferðar til margra ára.
Markmið meðferðar er að halda bólguvirkninni niðri og koma í veg fyrir liðskemmdir. Þannig má vernda færni og tryggja lífsgæði þessara einstaklinga.
Tveir meginflokkar gigtarlyfja eru svokölluð hægvirk sjúkdómsdempandi lyf, einnig nefnd bremsulyf (DMARDs: Disease Modifying Anti-Rheumatic Drugs eða SAARD: Slow Acting Anti-Rheumatic Drugs) annars vegar og lyf sem teljast til líftæknilyfja hins vegar – en fjallað eru um þessi lyf sem og bólgueyðandi gigtarlyf 3 og barkstera 4, annars staðar í þessu fræðsluhefti. Fyrsta líftæknilyfið kom á markað hér á landi fyrir rúmum áratug 5 en þessi svokölluðu líftæknilyf eiga það öll sameiginlegt að hafa mjög sérhæfða verkun á bólguferilinn og eru vandasöm í notkun, bæði með tilliti til undirbúnings og eftirlits. Áætla má að um 15-20% sjúklinga með liðbólgusjúkdóma þurfi á líftæknilyfjameðferð að halda.
Markmið kerfisbundinnar skráningar er að tryggja öryggi og gæði þeirrar lyfjameðferðar sem gigtarsjúklingar þurfa á að halda. Stöðluð og vönduð skráning auðveldar allar meðferðarákvarðanir og bætir eftirlit með aukaverkunum.
Gagnagrunnurinn – ICEBIO – fellur inn í sjúkraskrá og er því ekki rannsóknartæki heldur hluti af sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. Hins vegar ef eitthvert rannsóknarverkefni leitar eftir því að nota þessi skráningargögn í framtíðinni þarf að liggja fyrir rannsóknaráætlun samþykkt af Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Við reglulegt göngudeildareftirlit eru staðlaðar upplýsingar endurskráðar í ICEBIO. Þetta er gert að minnsta kosti tvisvar á ári. ICEBIO reiknar síðan út staðlaða sjúkdómseinkunn fyrir hvern og einn sjúkling í hvert sinn sem skráð er í kerfið – svokallaða DAS28-CRP einkunn eða gildi fyrir sjúklinga með iktsýki og sóragigt, en BASDAI-einkunn fyrir þá sem eru með hryggikt. Þetta auðveldar allar meðferðarákvarðanir (8). ICEBIO setur skráðar upplýsingar upp í einfalda töflu eða teiknar upp grafíska mynd sem gefur gott sjónrænt yfirlit yfir sjúkdómsferilinn (Mynd 2 og mynd 3).
Heimildir
1. Prevalence and Clinical Characteristics of Ankylosing Spondylitis in Iceland - A Nationwide Study. Geirsson AJ, Eyjolfsdottir H, Bjornsdottir G, Kristjansson K, Gudbjornsson B. Clin Exp Rheumatol 2010;28:333-40.
2. Psoriatic arthritis in Reykjavik, Iceland: prevalence, demographics, and disease course. Love TJ, Gudbjornsson B, Gudjonsson JE, Valdimarsson H. J Rheumatol 2007;34:2082-8.
3. Ný og gömul gigtarlyf - hagkvæm notkun. Þjóðleifsson B, Guðbjörnsson B. Tímarit Gigtarfélags Íslands 2004;1:10-4.
4. Orsakir langtíma sykursteranotkunar á Íslandi og algengi forvarna gegn beinþynningu. Júlíusson UI, Guðjónsson FV, Guðbjörnsson B. Læknablaðið 2001;87:23-9.
5. Gjörbylting í meðferð gigtarsjúkdóma. Gröndal G. Gigtin, tímarit Gigtarfélags Íslands 2009:2;5-7
6. Heimasíða Danbio: https://danbio-online.dk/
7. ICEBIO – kerfisbundin Meðferðarskráning. Guðbjörnsson B. Gigtin, tímarit Gigtarfélags Íslands 2009:2:9-12.
8. DAS-driven therapy versus routine care in patients with recent-onset active rheumatoid arthritis. Goekoop-Ruiterman YP, de Vries-Bouwstra JK, Kerstens P et al. Ann Rheum Dis 2010;69:65-9.
Texti fengin úr: ICEBIO - kerfisbundin meðferðarskráning [ICEBIO - systematic treatment approaches]. In Liðbólgusjúkdómar; iktsýki, hryggikt og sóragigt [Arthritides: Rheumatolid Arthritis, Ankylosing Spondylitis and Psoriatic Arthritis] Eds: B Gudbjornsson & G Grondal. ISBN 978-9979-72-076-8.