Leit
Loka

Legudeild BUGL

Á deildinni dvelja börn vegna geð- og þroskaraskana, sem leggjast inn af biðlista eða vegna bráðatilfella

Deildarstjórar

Tinna Guðjónsdóttir, hjúkrunar

Guðlaug María Júlíusdóttir, faghópa

Yfirlæknir

Björn Hjálmarsson

Banner mynd fyrir  Legudeild BUGL

Hafðu samband

OPIÐ

Legudeild BUGL  - mynd

Hér erum við

Dalbraut 12, 105 Reykjavík

Legudeild - kynning

Hagnýtar upplýsingar

Ef erindið varðar:

  1. Ábendingar sendið á netfangið abendingarbugl@landspitali.is
  2. Starfsumsókn sendið á netfangið: starfsumsóknirbugl@landspitali.is

Legudeildin er ætluð börnum og unglingum upp að 18 ára aldri sem þurfa á tímabundinni innlögn að halda vegna geðræns vanda þegar þjónusta í nærumhverfi fjölskyldu, á sérfræðistofnunum eða á göngudeild BUGL nægir ekki.

Helsti vandi þeirra sem leggjast inn eru sjálfsvígshugsanir og tilraunir til sjálfsvígs, alvarleg og hamlandi einkenni þunglyndis og kvíða, alvarleg skólahöfnun, einkenni og grunur um geðrof og sveiflusjúkdómar.

Unglingar í efri bekkjum grunnskóla og eldri eru fjölmennasti hópurinn sem leggst inn á deildina.

Börn og unglingar leggjast inn af biðlista og brátt.

Biðlistainnlagnir eru af innri biðlista þar sem teymi á göngudeild sækir um innlögn.  Aðrir geta ekki sótt um innlögn á legudeild.

Bráðainnlagnir eru ýmist í gegnum bráðateymi göngudeildar eða vakthafandi sérfræðilækni með viðkomu á bráðamóttöku barna við Hringbraut eða á bráðaamóttöku í Fossvogi.

 

 

  • Nánast fjölskylda getur komið og dvalið hjá barninu hvenær sem er 
  • Heimsóknartími annara er eftir samkomulagi
Brúarskóli við Dalbraut er rekinn af Reykjavíkurborg og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla.
Grunnskólinn er fyrir nemendur sem eiga við geðræna erfiðleika að etja og liggja inni á BUGL.
Hann er starfræktur á þeim tíma árs sem kennsla fer fram í almennum skólum. Skólatími nemenda er alla virka daga frá kl. 8:30 til kl.12:10.

Meginmarkmið kennslunnar er að styðja nemendur í námi. Kennslan er einstaklingsmiðuð og sérhæfð fyrir hvern nemanda í samræmi við námslega stöðu hans, áhuga og getu. Í flestum tilfellum er um samkennslu að ræða í fámennum hópum. Við útskrift veita kennarar ráðgjöf til kennara og starfsfólks heimaskóla og fræðslu eftir þörfum. Við Brúarskóla starfar einnig ráðgjafarsvið.

Símanúmer: 581 2528
Netfang: magnus.haraldsson1@reykjavik.is

Vefur Brúarskóla
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?