Móttaka fyrir blóðsýnatökur 8:00-15:45
Rannsóknarkjarni - Klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði
Blóðsýnatökur á sjúkradeildum, móttökum og heilsugæslustöðvum, almennar lífefnarannsóknir, prótein- og hormónarannsóknir, blóðgasmælingar, lyfjarannsóknir, rannsóknir á blóðfrumum, beinmerg, líkamsvessum og blóðstorknun
Gyða Hrönn Einarsdóttir
gydahr@landspitali.isÍsleifur Ólafsson - Páll Torfi Önundarson
isleifur@landspitali.is pallt@landspitali.isHafðu samband
Hér erum við
Hringbraut, aðalbygging K-bygging, Fossvogur, aðalinngangu Krókur
Hagnýtar upplýsingar
Helstu daglegu verkefni eru blóðsýnatökur á sjúkradeildum, móttökum og heilsugæslustöðvum, almennar lífefnarannsóknir, prótein- og hormónarannsóknir, blóðgasmælingar, lyfjarannsóknir, rannsóknir á blóðfrumum, beinmerg, líkamsvessum og blóðstorknun. Auk þess tilheyra deildinni blæðaramiðstöð Landspítala, segavarnir Landspítala og sérfræðileg ráðgjöf vegna storkumeina.
Sýni sem berast til rannsókna eru blóð-, þvag- og mænuvökvi. Langflestar rannsóknanna á deildinni eru staðlaðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og eru undir öflugu innra og ytra gæðaeftirlitskerfi.
Hlutverk og markmið deildarinnar er að bjóða læknum upp á breitt úrval rannsókna á sviði klínískrar lífefnafræði og blóðmeinafræði og framkvæma þær á þann hátt og það fljótt að þær komi að sem bestum notum við sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúklinga.
Annað markmið rannsóknarstofunnar er að stunda og stuðla að vísindarannsóknum og að kenna lífeindafræði- og læknanemum svo og öðrum heilbrigðisstéttum.
Til þess að ná markmiðum sínum þarf rannsóknarstofan að búa yfir vel menntuðu starfsfólki, góðum tækja- og tölvubúnaði og að ná góðri samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk innan og utan Landspítala.
Á rannsóknarkjarna starfa lífeindafræðingar, lífefnafræðingar, læknar sjúkraliðar, rannsóknar- og skrifstofumenn, alls tæplega 100 manns. Á deildinni eru gerðar rúmlega 1,3 milljónir rannsókna á ári.
Um það bil þriðjungur rannsóknanna eru bráðar rannsóknir en rannsóknarstofan er starfrækt allan sólarhringinn árið um kring.
Gott aðgengi að rannsóknarþjónustu og hröð skil á niðurstöðum er forsenda skjótrar sjúkdómsgreiningar og öruggrar meðferðar sjúklinga hvort sem er á bráðamóttökum, sjúkradeildum, heilsugæslustöðum eða öðrum stofnunum.
Öflugt rannsóknarstofutölvukerfi og rafrænt beiðna- og svarakerfi gerir skráningu sjúklinga og rannsókna öruggari og skilvirkari.
Með slíku kerfi er reynt að halda handvirkum færslum í lágmarki. Allar deildir Landspítala, heilsugæslustöðvar og sjúkrahús í nágrenni Reykjavíkur eru tengdar rannsóknarstofutölvukerfi deildarinnar
Almennur afgreiðslutími: Virkir dagar kl. 8:00-16:00.
Vaktþjónusta er um helgar og utan dagvinnutíma á virkum dögum og sjá vaktmenn Landspítala þá um að taka við sýnum og koma þeim á rannsóknastofu, sjá móttaka sýna.
Móttaka fyrir blóðsýnatökur við Hringbraut er opin virka daga kl. 08:00–15:45.
Móttaka fyrir blóðsýnatökur í Fossvogi er opin virka daga kl. 08:00–15:45.
Sérfræðilæknar í klínískri lífefnafræði skipta með sér ráðgjafarstörfum um mælingar, niðurstöður og viðmiðunarmörk lífefnarannsókna ásamt gæðaeftirliti og tölvu- og upplýsingakerfi deildarinnar.
Utan dagvinnutíma veita lífeindafræðingar á rannsóknakjarna upplýsingar um vakthafandi lækni.
Sérfræðilæknar í blóðmeinafræði veita ráðgjöf um blóðmeinafræðilegar rannsóknir og sinna sjúklingum með blæðingar- og storkuvandamál. U
tan dagvinnutíma skiptast þeir á að sinna útköllum vegna blæðara, blæðinga- og storknunarvandamála og blóðmeinafræðilegra rannsókna. Símaþjónusta Landspítala veitir upplýsingar um vakthafandi lækni.
Segavarnir
Upplýsingar um skömmtun blóðþynningarlyfja eru veittar í síma segavarna 543 5019, mánudag til fimmtudaga frá kl. 09:00 til 16:30 og föstudaga frá kl. 08:00 til 16:00.
Helstu símanúmer
Rannsóknastofa Fossvogi | 543 5600 |
Rannsóknastofa Hringbraut | 543 5000 |
Blæðaramiðstöð - hjúkrunarfræðingur | 824 5414 |
Blæðaramiðstöð - vakthafandi læknir | 543 1000 |
Blæðaramiðstöð - dagdeild 11B | 543 6100 |
Blæðaramiðstöð barna - göngudeild barnaspítala | 543 3700 |
Blóðmeinafræði - tímabókanir á göngudeild | 543 5010 |
Segavarnir | 543 5019 |
Segavarnir - beinir síma hjúkrunarfræðinga |
543 5005 543 5023 543 5028 |
Netföng:
Segavarnir: segavarnir@landspitali.is
Blæðaramiðstöð: storkumein@landspitali.is
Rannsóknarstofur
Rannsóknakjarni klínískrar lífefnafræði og blóðmeinafræði er starfræktur bæði í Fossvogi og við Hringbraut og er móttaka sýna á báðum stöðum.
Vaktmenn á Landspítala Hringbraut sjá einnig um að taka við sýnum og koma þeim á rannsóknarstofur.
- Rannsóknastofa í Fossvogi er á 1. hæð í E-álmu (E1).
- Rannsóknastofa við Hringbraut er á 1. og 2. hæð í K-byggingu.
Blóðtaka
Móttaka fyrir blóðsýnatökur er kl. 08:00-15:45 virka daga
- 1. hæð í E-álmu á Landspítala Fossvogi .
- göngudeild í kjallara E-álmu (10E) á Landspítala Hringbraut
Blæðaramiðstöð
Móttaka sjúklinga er á göngudeild 11B á 1. hæð á Landspítala Hringbraut. Gengið um aðalinngang, Kringlunnar.
Póstföng
Landspítali
Rannsóknakjarni - Klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði
K-bygging, 2. hæð
Hringbraut
101 Reykjavík
Landspítali
Rannsóknakjarni - Klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði
Rannsókn, E1
Fossvogi
108 Reykjavík
Blóðmeinafræði og klínísk lífefnafræði
Mergskoðun
Segavarnir
Vökvarannsóknir
Rafrænt beiðna- og svarakerfi: HROS í Heilsugátt
Rannsóknaþjónusta hefur umsjón með nærrannsóknum á Landspítala, skv. ákvörðun sem tekin var af framkvæmdastjórn Landspítala árið 2015. Nærrannsóknir (Point of care testing, POCT) eru mælingar á sýnum sem framkvæmdar eru nálægt sjúklingi, venjulega einfaldar í framkvæmd og svör fengin með hraði.
Nærrannsóknatæki á deildum Landspítala eiga að vera undir eftirliti nærrannsóknateymisins og mörg hver eru aðgangsstýrð og tölvutengd. Má þar nefna tæki eins og ABL blóðgasmæla, Affinion tæki til mælinga á langtímasykri og CRP og þvagstrimatæki. Þess má geta að nærrannsóknir lúta sérstökum gæðastaðli.
Umsjónin felur í sér:
- Skipulag, stjórnun og gæðaeftilit með nærrannsóknum
- Mat og ráðgjöf við kaup á nýjum tækjabúnaði til nærrannsókna
- Kennslu og ráðgjöf um framkvæmd nærrannsókna
- Skipaður var hópur sem sá um að útfæra skipulag málflokksins.
Í hópnum í dag sitja:
Helga Sigrún Sigurjónsdóttir lífeindafræðingur helgassi@landspitali.is
Sigríður Svava Þorsteinsdóttir lífeindafræðingur sigridt@landspitali.is
Gunnhildur Ingólfsdóttir lífeindafræðingur og gæðastjóri gunnhing@landspitali.is
Ólöf Sigurðardóttir sérfræðilæknir olsi@landspitali.is
Allir þeir sem koma að skipulagningu og framkvæmd nærrannsókna á Landspítala og þeir sem eru áhugasamir um nærrannsóknir eru beðnir um að hafa samband, með tölvupósti til viðkomandi aðila eða í símanúmerið 825 5881 sem tekur við skilaboðum vegna nærrannsókna og kemur þeim í farveg.
Frekari upplýsingar eru í gæðahandbók Rannsóknaþjónustu: Nærrannsóknir.
Blæðara- og storkumeinamiðstöð þjónar landinu öllu með rannsóknum, ráðgjöf og meðhöndlun á blæðinga- og ofstorknunarsjúkdómum. Einnig er boðið upp á erfðafræðilega greiningu og erfðaráðgjöf í samvinnu við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala.
Segavarnir þjónusta sjúklinga sem eru í blóðþynningarmeðferð með blóðtöku, mælingu og skömmtun blóðþynningarlyfja. Sjúklingar á blóðþynningu þurfa að vera í reglulegu eftirliti hjá heimilislækni eða öðrum sérfræðingi.
Nánar um starfsemi segavarna sem er á 1. hæð K-byggingar á Landspítala Hringbraut.
Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir klínískrar lífefnafræði
Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir blóðmeinafræði
Gyða Hrönn Einarsdóttir, deildarstjóri