Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)
Starfsemin
Netfang: rkb@landspitali.is
Rannsóknarstofan er miðstöð rannsókna í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum. Rannsakendur geta unnið að verkefnum sínum innan rannsóknarstofunnar, meðal annars í samvinnu við aðrar vísindagreinar, svo fremi sem viðfangsefnin lúti að ofangreindum fögum.
Rannsóknarstofan tilheyrir kvenna- og barnasviði Landspítala og nýtur aðstoðar og samvinnu við vísinda- og menntadeild Landspítala, klínískt rannsóknarsetur Landspítala og tilheyrir einnig Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands.
Vegleg gjöf frá Minningargjafasjóði Landspítala Íslands árið 2019 er stofnfé stofunnar og rann það í Rannsóknarsjóð RKB.
Stofnsamningur:
Stofnsamningur Landspítala og HÍ í RKB
Hlutverk:
Í 2. grein stofnsamnings HÍ og Landspítala er hlutverk rannsóknarstofunnar tilgreint:
- Að vera miðstöð rannsókna og skapa samfélag fyrir rannsakendur í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum. Rannsóknirnar geta tekið til heilbrigðis-, félags- og fjárhagslegra þátta, auk annarra þátta er tengjast lífsgæðum.
- Að stuðla að þverfaglegri samvinnu fræðimanna Landspítala og Háskóla Íslands sem eiga það sammerkt að vinna að rannsóknum í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum.
- Að ákveða í samráði við stjórn rannsóknasjóðs í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum um vísindastyrki á Landspítala.
- Að skapa vettvang fyrir háskólanema t.d. bakkalár-, meistara- og doktorsnema í þessum fræðigreinum og veita þeim aðstöðu til rannsóknastarfa og tækifæri til að þjálfa vísindaleg vinnubrögð.
- Að efla gagnkvæm tengsl rannsókna og kennslu á háskólastigi við þjónustu spítalans við skjólstæðinga í kvenna- og barnasviðs.
- Að efla og styðja við klínískar rannsóknir og grunnrannsóknir.
- Að veita þjónustu og aðstoð við rannsakendur.
- Að hafa samvinnu við aðrar rannsóknarstofur, fagráð, fagdeildir, félög, stofnanir, einstaklinga og opinbera aðila sem starfa á þessu sviði.
- Að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila.
- Að hafa umsjón með reglulegum kynningum á verkefnum rannsóknarstofunnar á fræðslufundum og rannsóknarráðstefnum, meðal annars á árlegri ráðstefnu kvenna- og barnasviðs.
Stjórn RKB
Stjórn RKB var í lok árs 2024 þannig skipuð:
Tilnefnd af kvenna- og barnasviði Landspítala
- Helga Gottfreðsdóttir, prófessor, formaður,
- Guðlaug María Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, lektor
- Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, prófessor
- Heiðdís Valgeirsdóttir, sérfræðilæknir
Tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
- Ása Vala Þórisdóttir rannsóknarstjóri Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
- Ragnar Grímur Bjarnason, yfirlæknir, prófessor
- Urður Njarðvík, sálfræðingur, prófessor
Stjórn rannsóknasjóðs RKB:
- Jóhanna Gunnarsdóttir, sérfræðilæknir, lektor, formaður
- Henný Hraunfjörð, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, ritari
- Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir, lektor, gjaldkeri
- Dagbjörg B. Sigurðardóttir, sérfræðilæknir, meðstjórnandi
- Rakel Björg Jónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, meðstjórnandi
Styrkir
Markmið með starfi sjóðsins er að styðja við og styrkja rannsóknarstarf á RKB. Úthlutað verður styrkjum úr sjóðnum samkvæmt starfsreglum hans til að efla rannsóknarstofuna í samræmi við markmið hennar.
Eignir sjóðsins eru stofnfé sem var gjöf frá Minningargjafasjóði Landspítala Íslands í janúar 2019, að upphæð 50 milljónir kr. Þann höfuðstól er óheimilt að skerða. Tekjur sjóðsins eru vextir af stofnfé sjóðsins svo og hvers konar fjárframlög einstaklinga og lögaðila, gjafir, styrkir og áheit sem tengd eru starfsemi rannsóknarstofunnar ásamt vöxtum af þeim fjármunum. Gjöf barst frá Velferðarsjóði barna og Rannsóknarsjóður barna-og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) veitti öllu sínu fé í Rannsóknarsjóð RKB. Sá fyrrnefndi var stofnaður með tveggja milljón króna gjafaframlagi Oddfellowreglunnar í tilefni 100 ára afmælis 1997. Rann hann síðan saman við Ofvirknisjóð og Nemendasjóð Dalbrautarheimilisins.
Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði RKB – á ráðstefnunni Fjölskyldan og barnið 1.nóvember 2024
Auglýstir voru þrír veglegir styrkir, að upphæð allt að einni milljón króna, ásamt minni styrkjum. Níu umsóknir bárust og hlutu sjö rannsóknir styrk að þessu sinni:
- Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir kvenlækninga
Titill rannsóknar: Tengsl staðsetningar fósturhöfuðs í grind og útkomu fæðingar - Scott Gribbon, fótaaðgerðafræðingur og verkefnastjóri
Titill rannsóknar: Understanding recurrent limb pain in Icelandic schoolchildren: The role of sociodemographic factors, health symptoms and physical activity - Valtýr Thor, yfirlæknir lyflækningabarna
Titill rannsóknar: The effects of early exposure to antibiotics on immune function in infants - Bertrand Lauth, sérfræðilæknir
Titill rannsóknar: Sálfélagslegir erfiðleikar 13-16 ára unglinga í kjölfar COVID-19 faraldursins á Íslandi - Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Titill rannsóknar: A comparison of self-reports and parent-proxy reports on Health related quality of life (HRQoL) of children and adolescents with Diabetes and Epilepsy - Helga Elídóttir, sérfræðilæknir
Titill rannsóknar: Ferðalag með langvinnan sjúkdóm - Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir
Titill rannsóknar : Væntingar kvenna með sögu um vímuefnavanda til meðgönguverndar – Eigindleg rannsókn
Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði RKB - á haustráðstefnu í Hringsal Landspítala 22. nóvember 2023
Auglýstir voru þrír veglegir styrkir, að upphæð allt að einni milljón króna, ásamt minni styrkjum. Sex umsóknir bárust og hægt var að verða við þeim öllum:
- Helga Gottfreðsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs ljósmóðurfræða
Titill rannsóknar: Að skoða og meta menningarhæfni ljósmæðra í barneignaþjónustu á Íslandi
- Jóhanna Gunnarsdóttir, lektor og fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Titill rannsóknar: Mat á notagildi nýjasta sænska > fósturvaxtarritsins í íslensku þýði
- Ragnar Bjarnason, prófessor og barnalæknir
Titill rannsóknar: Bragðlaukaþjálfun og fæðutengd færni til að draga úr matvendni: Fæðumiðuð íhlutun í leikskólum með þátttöku kennara og foreldra ásamt langtímaeftirfylgd á vexti
- Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar
Titill rannsóknar: Aðlaganir og áskoranir fjölskyldna barna með langvinn veikindi - Alþjóðleg langtímarannsókn
- Hallfríður Kristín Jónsdóttir, ljósmóðir
Titill rannsóknar: Fræðslu og stuðningsþarfir nýbakaðra mæðra við upphaf brjóstagjafar á Landspítala
- Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, lektor og sjúkraþjálfari
Titill rannsóknar: Grófhreyfiþroski fyrstu tvö æviárin hjá fyrirburum á Íslandi
Verkefni
Skýrslur eftirfandi fræðasviða er að finna í ársskýrslu vísindadeildar um vísindastarfið á Landspítala 2022:
- Barnahjúkrun bls. 51
- Barnalæknisfræði bls. 15
- Fjölskylduhjúkrun bls. 53
- Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar bls. 17
- Kynheilbrigði bls. 58
- Ljósmóðurfræði bls. 60
Fræðsla
BUGL: Föstudagar kl. 9-10. Upplýsingar: Soffía Erla Einarsdóttir, verkefnastjóri, soffiaee@landspitali.is
Læknar kvennadeildar: Föstudagar kl. 8 - 9. Upplýsingar: thora.steingrimsdottir@landspitali.is
Barnalæknar: Fimmtudagar kl. 8:15 - 9. Upplýsingar: Ingibjörg Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri, ingibj@landspitali.is
Fagráð um ljósmæðraþjónustu á Landspítala stendur fyrir rannsóknakaffi fjórum sinnum á ári, opnum málstofum um hvernig nýta megi rannsóknarverkefni innan ljósmóðurfræða á klínískum vettvangi. Upplýsingar: Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sérfræðiljósmóðir: valgerds@landspitali.is