Rannsóknarstofa LSH og HÍ í bráðafræðum

Banner mynd fyrir  Rannsóknarstofa LSH og HÍ í bráðafræðum

Hafðu samband

OPIÐ

Rannsóknarstofa LSH og HÍ í bráðafræðum - mynd

Hér erum við

Fossvogur Rannsóknarstofan er í húsnæði nálægt bráðadeild LSH í Fossvogi, H1

Hagnýtar upplýsingar

Hlutverk rannsóknarstofunnar er að efla og styðja við rannsóknir einkum klíniskar rannsóknir á sviði bráðafræða, ásamt því að bæta aðstoð og veita aukna þjónustu við þá vísindamenn sem að slíkum verkefnum starfa á eða í tengslum við bráðasvið spítalans.

Rannsóknarstofan er í húsnæði nálægt bráðadeild LSH í Fossvogi, H1. Þar er góð aðstaða fyrir nemendur og vísindamenn sem sinna rannsóknum á sviði bráðafræða.

Starfandi forstöðumaður rannsóknarstofunnar er Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir thordith@landspitali.is

Stofnskráin öðlaðist gildi 4. maí 2010 þegar framkvæmdastjórar bráðasviðs LSH og vísinda-, mennta- og gæðasviðs LSH sem og forstjóri LSH og forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands undirrituðu hana. Stjórn rannsóknarstofunnar er skipuð fimm fulltrúum til fjögurra ára í senn.

Forstjóri Landspítala skipaði þrjá fulltrúa:

  • Brynjólf Mogensen, yfirlækni og formann
  • Þorstein Jónsson, aðjúnkt
  • Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, yfirlækni.

Háskóli Íslands skipaði tvo fulltrúa: 

  • Sigurberg Kárason, dósent, fulltrúa læknadeildar
  • Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, prófessor, fulltrúa hjúkrunarfræðideildar.

Stofnskrá Rannsóknarstofu