Næring og máltíðir sjúklinga
Matseðlar sjúklinga
- Allir sjúklingar sem eru á almennu fæði eða RDS fæði geta valið á milli tveggja rétta í öllum máltíðum. Ef þér er ekki boðið að velja en myndir vilja það er rétt að tala við hjúkrunarfræðinginn þinn. Einnig, ef þú vilt minni eða stærri matarskammta, ef þér gengur illa að tyggja eða kyngja eða vilt fá að velja hvað þú færð í morgunmat. Það er hægt að fá salt, sykur, sojasósu og tómatsósu með mat á deildinni þinni nema ef þú ert á sérfæði þar sem salt- og eða sykur er takmarkað. Ef að þú ert ekki á sérfæði er ekkert því til fyrirstöðu að hvetja aðstandendur til að færa þér eitthvað sem þér finnst gott að borða og er næringarríkt. Gættu þess að drekka nægan vökva jafnt og þétt yfir daginn. Gott drykkjarvatn er aðgengilegt í býtibúri deildar
- Við matseðlagerð á Landspítala er hugað að samspili næringar, bragðs, útlits, gæða, kostnaðar og framleiðslugetu. Heitur matur er framreiddur bæði í hádegi og á kvöldin. Tekið er mið af mismunandi þörfum hópa sjúklinga og starfsmanna og sjúklinga með ýmsar sérþarfir og á öllum aldri. Ekki eru notuð nein matvæli í eldhúsinu nema fyrir liggi upplýsingar um innihald og næringargildi og einungis er keypt viðurkennt hráefni. Matseðill inniheldur ekki mónó sodium glutamat (MSG).
- Matseðill Landspítala er fjölbreyttur en þó að uppistöðu samsettur úr hefðbundnum íslenskum réttum og hráefni eftir árstíðum. Matseðill tekur mið af hefðum og hátíðisdögum. Matseðillinn er á vef spítalans og á pöntunarsíðu fyrir máltíðir, og veitir góðar upplýsingar um hvað er í matinn.
- Matsalir Landspítala eru öllum opnir og hægt að kaupa þar heitan mat, samlokur, drykki og aðrar matvörur. Í hádeginu eru tveir heitir réttir í boði og matarmikil súpa, en einn heitur réttur og matarmikil súpa að kvöldi. Afgreiðslutíma þeirra er að finna á vef spítalans.
Hagnýtar upplýsingar
- Matsalir ELMU Hringbraut, Fossvogi, Landakoti og Grensás eru opnir gestum Landspítalans.
- Val er um kjöt- eða fiskrétt ásamt grænmetisrétti, salatbar og/eða súpu. (Boðið er upp á hádegis- og kvöldverð af sjálfskömmtunarlínu. Heitur matur með salatbar og súpa). Auk þess að bjóða upp á heitan mat í sjálfskömmtunarlínu er hægt að fá samlokur, gos, safa, skyr og fleira.
Á kaffihúsum á Hringbraut og í Fossvogi er hægt að kaupa kaffidrykki, sætabrauð, heimagerðar skálar og smoothies ofl. Opið er frá kl. 8 til 19:00 alla daga. - Matsalur og Kaffihús á Hringbraut er staðsett á 3. hæð í eldhúsbyggingu.
- Matsalur og Kaffihús í Fossvogi er staðsett á 1. hæð. - Þar er opið alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 19:00 og um helgar frá kl. 9:00 til kl. 19:00.
- Matsalur Grensás er staðsettur á 1. hæð. - Þar er opið alla virka daga frá kl. 8:30 til kl. 13:30.
- Matsalur Landakoti er staðsettur í kjallara. - Þar er opið alla virka daga frá kl. 8:30 til kl. 19:00 og frá kl. 9:00 til kl. 19:00 um helgar.
Við gerð matseðla er tekið mið af ráðleggingum Embættis landlæknis og opinberum ráðleggingum um fæði fyrir sjúklinga frá Svíþjóð og Danmörku.
Allir matseðlar eru næringarútreiknaðir og afgreiddir í einni skammtastærð nema RDS og RDS grænmetisfæði sem kemur í tveimur mismunandi skammtastærðum og barnafæði (A4) sem er afgreitt í þremur skammtastærðum, lítill (9 mánaða - 3 ára) , heill (3-12 ára) og stór (12 ára og eldri).
OP fæði er ætlað þeim sem hafa minni matarlyst eða geta ekki borðað stærri skammta af mat. Máltíðir frá veitingaþjónustu eru þá oft á tíðum orku- og próteinbættar en síðan er ætlast til þess að boðið sé upp reglubundnar millimáltíðir á deild.
Ráðleggingar til viðmiðunar
Orkugildi:
Lítill skammtur =1500 he/dag
Heill skammtur = 2000 he /dag
Orkudreifing máltíða
Morgunverður: 25%
Hádegisverður: 30%
Síðdegishressing: 10%
Kvöldverður: 25%
Kvöldhressing: 10%
Ef þú hefur einhverjar sérþarfir, til dæmis vegna sjúkdóms, ofnæmis eða óþols er mikilvægt að láta vita um það við komu á spítalann til að fá rétta þjónustu. Ef þörf er á er hægt að fá fleiri millimáltíðir, svo sem brauð með áleggi, annað brauðmeti, ávexti og jógúrt, frá þinni deild.
Grunnmatseðill er 5 vikna rúllandi seðill
A = Almennt fæði, sem samanstendur af kjöt- , fisk- og grænmetisréttum. Ekki er hrásalat með almennu fæði.
- A1 = Almennt fæði sem hentar flestum sjúklingum.
- A2 = Samanstendur af réttum sem auðvelt er að borða og henta öldruðum. Pasta eða lasagna er ekki á matseðli og einungis einstaka sinnum hrísgrjón. Ávextir eiga að vera mjúkir, svo sem ávaxtasalat, melónur og niðursoðnir ávextir.
- A3 = Grænmetisfæði inniheldur egg og mjólkurafurðir og hrásalat fylgir með máltíðinni í hádegi og stundum á kvöldin.
- A4 = Matseðill sem er aðlagaður þörfum barna og unglinga. Á matseðli er hrátt grænmeti í hádegi en soðið grænmeti á kvöldin.
- Almennt fæði með breyttri áferð eða öðru nafni maukfæði = ætlað þeim sem eiga erfitt með að tyggja eða kyngja fæði með venjulegri áferð. Maukfæði er samkvæmt matseðli A2 eða A1 ef það hentar betur. Það er mismunandi hversu mikið fæðið þarf að vera maukað og er hægt að velja um þrjár mismunandi áferðir :
M1 - almennt fæði með breyttri áferð á kjöti
M2 - maukað fæði, örðulausir eftirréttir (þykktir)
M3 - fínmaukað fæði, örðulausir eftirréttir (þykktir)
- RDS1 og RDS2 = Fæði samkvæmt ráðleggingum um mataræði og næringarefni fyrir fríska. Það hentar fyrir sjúklinga með sykursýki, hjartasjúkdóma og ýmsa efnaskiptasjúkdóma. Skammtarnir eru stærri en á almennu fæði en gefa jafn mikla orku. Í hádegi er hrásalat ásamt soðnu grænmeti með matnum. Eftirréttir eru oftast ávextir.
Fæðið er ætlað sjúklingum sem eiga við mikla tyggingar- og kyngingarerfiðleika að stríða og einnig fyrst eftir aðgerð. Fæðið uppfyllir ekki næringarlegar þarfir einstaklingsins og því er það einungis notað í mjög stuttan tíma.
F1: Fljótandi fæði inniheldur ýmist hafraseyði, ávaxta- og kraftsúpur, mjólkurvörur og næringardrykki. Hægt er að fá fljótandi fæði mjólkurlaust (og sykurlaust ef ósk er um það).
F2: Tært fljótandi fæði inniheldur ýmist hafraseyði, kjötseyði, ávaxtasúpur og safa.
F3: Þykkfljótandi fæði inniheldur ýmist hafraseyði, ávaxta- og kraftsúpur, mjólkurvörur og næringardrykki. Hægt er að fá fæðið mjólkurlaust. Fæðið er með þykkari áferð en F1.
F4: Fljótandi fæði inniheldur kaldar mjólkur- og ávaxtasúpur (TONES).
Fæði sem byggir á almennu fæði eins og hægt er og ætlað þeim sem hafa litla matarlyst en þurfa jafn mikla orku og próteinþéttara fæði en almenna fæðið er.
Mikilvægt er að bjóða millibita á deildum á milli máltíða og að sjúklingur biðji um það sem hann getur hugsað sér að borða.
Magn grænmetis er minna en á almennu fæði.
Eftirréttir eru sérlagaðir eða rjómi skammtaður með ef sá á almennu fæði er orkurýr, til dæmis ef um er að ræða ávaxtasalat þá er þeyttur rjómi skammtaður með.
Orku- og próteinþétt fæði er afgreitt í einni skammtastærð, um 1.700 he/dag.
Orku- og próteinbætt fæði er mikið að ryðja sér til rúms innan spítalans.
Dæmi um það er staðlað fæði á krabbameinsdeild 11E.
Fæðið er ætlað sjúklingum með lélega meltingu, skert fitufrásog, lifrarsjúkdóma og stuttan þarm. Almennt fæði er notað eins mikið og hægt er, þó eru sumar fæðutegundir útilokaðar, t.d. unnar kjötvörur. Sósur eru sérlagaðar í flestum tilfellum.
Fæðið er ætlað sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og lifrarsjúkdóma.
Magn próteina er mismunandi; 50 g og 60 g og er það ákvarðað af lækni eða næringarráðgjafa.
Almennt fæði er notað eins mikið og mögulegt er en magn kjöts, fisks, eggja og mjólkurvara er þó mjög takmarkað.
Meðlætið er það sama og á almennu fæði.
Sósur og eftirréttir eru oft sérlagaðir og þá gjarnan orkubættir með rjóma eða að rjómi er notaður út á.
Fæðið er ætlað sjúklingum með það skerta nýrnastarfsemi að þeir þurfa að fara í blóðskilun reglulega.
Almennt fæði er lagt til grundvallar þessu fæði með nokkrum undantekningum þó.
Fæðið er snautt af natríum (salti), kalíum og fosfati sem þýðir að það er ekki boðið upp á banana, apríkósur, kíví, mjólkurafurðir og reykt og saltað kjöt og fisk.
Vökvi er takmarkaður og því eru súpur lítið notaðar.
Eftirréttir eru almennt orkuríkir, t.d. rjómabættir.
Fæðið er ætlað sjúklingum sem draga þurfa úr saltneyslu sinni, t.d. vegna hækkaðs blóðþrýstings og hjartasjúkdóma (hjartabilunar).
Almennt fæði er notað eins og hægt er þar sem það er að upplagi lágt í natríum eða < 2000mg.
Eftirréttir eru sérvaldir og sérlagaðir í flestum tilfellum, til dæmis eru kraftsúpur útilokaðar.
Unnar kjöt og fiskvörur eru ekki gefnar og sósur eru sérlagaðar.
Ef einstaklingur þarf sérstaklega saltsnautt fæði ber að panta slíkt í gegnum næringarráðgjafa eða hafa samband við sérfæðisskrifstofu.
Fæðið er ætlað sjúklingum sem eru með bælt ónæmiskerfi vegna hvítblæðis, lyfjameðferðar og/eða geislameðferðar.
Almennt fæði er notað til grundvallar nema sneytt er hjá hráu grænmeti og skornum ávöxtum.
Einungis er boðið upp á soðið grænmeti og ávexti með þykku hýði, til dæmis banana.
Gæta þarf að öllum áhöldum og borðbúnaði sem notaður er við framleiðslu og framreiðslu fæðisins.
Starfsfólk eldhúss hefur sérstakar vinnureglur við meðhöndlun fæðisins og er mikilvægt að starfsfólk deilda viðhafi slíkt hið sama og gæti þess að bakkinn standi ekki opinn eða sé opnaður fyrr en við rúm einstaklingsins.
Fæðið er ætlað þeim sem vilja ekki mjólkureftirrétti.
Almennt fæði er lagt til grundvallar en eftirréttir sem innihalda mjólk eru útilokaðir.
Dæmi um slíka eru vellingar, ís, sumir búðingar og súpur.
Fæðið er ætlað þeim sem eru með mjólkursykursóþol.
Fæðið er í meginatriðum eins og almennt fæði nema það inniheldur fáar eða engar fæðutegundir sem innihalda mjólkursykur.
Síðdegis- og kvöldhressing er sérvalin.
.
Fæðið er ætlað þeim sem eru með glútenóþol.
Fæðið er í meginatriðum eins og almennt fæði nema það inniheldur engar fæðutegundir sem innihalda glúten.
Síðdegis- og kvöldhressing er sérvalin.
Fæðið er ætlað sjúklingum sem hafa ofnæmi fyrir ýmsum fæðutegundum.
Ofnæmisvakar eru mismunandi, þeir algengustu eru:
- sojaafurðir
- mjólk
- hveiti
- glúten
- egg
- fiskur
- hnetur
- latex
- maís
- nikkel