Leit
Loka

Áfallateymi

Banner mynd fyrir  Áfallateymi

Staðsetning: Göngudeild Kleppi

Þjónustutími: alla virka daga 08:00-16:00

Hafa samband: Þeir sem eru í meðferð eða eru á biðlista eftir meðferð í PTSD línu teymisins geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru. Þeir sem eru í þjónustu sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku eða Áfallamiðstöðvar fá upplýsingar um hvernig þeir geti haft samband við sinn meðferðaraðila.

Hagnýtar upplýsingar

Í teyminu eru sálfræðingar sem sinna skjólstæðingum sem eru að takast á við afleiðingar áfalla. Annars vegar er veitt bráðaþjónusta (sálfræðiþjónusta Neyðarmóttöku og Áfallamiðstöðvar) þegar um ný og nýleg áföll er að ræða og hins vegar biðlistaþjónusta (PTSD lína teymisins) þegar um áfallastreituröskun eftir eldri áföll er að ræða.
Fagaðilar, innan og utan Landspítala, geta sent tilvísanir í PTSD línu teymisins ef sterkur grunur er um áfallastreituröskun sem meginvanda sjúklings. Tilvísanir berist inntökustjóra geðþjónustu og mikilvægt að í henni sé góður rökstuðningur með lýsingu á núverandi virkum einkennum áfallastreituröskunar. Tilvísanir í sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku og Áfallamiðstöðvar berast í gegnum fagaðila innan Landspítala.

Í PTSD línu teymisins er gert ítarlegt greiningarmat með tilliti til áfallastreituröskunar og veitt sérhæfð sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun ef þörf er á. Í sálfræðiþjónustu Áfallamiðstöðvar er veitt áfallahjálp og sálrænn stuðningur, um er að ræða skammtímaþjónustu. Í sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku er veitt sú þjónusta sem þörf er á út frá afleiðingum þess kynferðisbrots sem leitað var á Neyðarmóttökuna vegna. Alltaf er veitt áfallahjálp og sálrænn stuðningur og greining og meðferð við áfallastreituröskun ef þörf er á.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?