Leit
LokaBráðateymi BUGL
Ef talin er þörf á tafarlausri þjónustu er haft samráð við vakthafandi barna- og unglingageðlækni sem ákveður hvort málinu er vísað áfram á bráðamóttöku barnadeildar á Barnaspítala Hringsins eða það sett í annan viðeigandi farveg.
Hvernig er best að ná í okkur?
Vinsamlegast athugið að ekki er opin bráðamóttaka á BUGL heldur þarf alltaf að hringja í afgreiðslu í síma 543-4300 milli kl. 08:00 til 16:00 virka daga. Utan dagvinnutíma er bent á bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins og bráðamóttökuna í Fossvogi.
Bráðateymi BUGL er staðsett við Dalbraut 12, 105 Reykjavík. Gengið er inn frá bílastæði Dalbrautarmegin.
Síðast uppfært 11.11.2021
Hagnýtar upplýsingar
Markmið þjónustu
- Bráðateymi Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) er sérhæft teymi sem hefur það hlutverk að meta alvarleika bráðs geðræns vanda barns/unglings. Bráðteymið tekur á móti símtölum á dagvinnutíma, þar sem metin er þörf á íhlutun.
- Ef talin er þörf á tafarlausri íhlutun fer fram frekara mat á vanda barns/unglings í bráðateymi BUGL kemur barn/unglingur ásamt forsjáraðilum í viðtal. Í samráði við forsjáraðila er þá gerð áætlun um þörf á íhlutun, á BUGL eða í nærumhverfi.
- Ef talin er þörf á að tryggja öryggi barns/unglings er tekin afstaða til hvort bráðainnlögn á legudeild BUGL sé nauðsynleg.
- Bráðateymi sendir skriflegar upplýsingar um niðurstöðu bráðamats til heilsugæslulæknis og annarra meðferðaraðila í heimabyggð að loknum afskiptum BUGL.
Síðast uppfært 11.11.2021