Réttar- og öryggisteymi
Teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðings, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.
Staðsetning: Göngudeild geðsviðs Kleppi (GDKL)
Þjónustutími: 08:00 - 16:00
Hafa samband: Hægt er að hafa samband við ritara Göngudeildar á Kleppi í síma 543-4200 sem tekur við skilaboðum.
Hagnýtar upplýsingar
Teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðings, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.
Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins.
Teymi réttar- og öryggisgeðþjónustu GDKL sinnir langtíma heildrænni meðferð og eftirfylgd einstaklinga með meðferðardóm með það að markmiði að veita þeim stuðning við að bæta lífsgæði sín og viðhalda bata.
Teymi réttar- og öryggisgeðþjónustu beitir gagnreyndum batamiðuðum meðferðum skv. klínískum leiðbeiningum þar með talið:
- Einstaklingsviðtöl
- Lyfjameðferð
- Vímuefnameðferð
- Bakslagsvarnir
- Vitjanir í heimahús
- Efling félagslegrar virkni og tengsla út í samfélagið
- Hugræn atferlismeðferð
- Fræðsla og stuðningur við fjölskyldur
- Stuðningur við nám og atvinnu
- Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til heilsueflingar
Tvær tegundir meðferðardóma:
- Við dómsmál einstaklinga sem eru dæmdir ósakhæfir skv. hegningarögum. Ákvæðið er að finna í 15. gr. almennu hegningarlaganna nr. 19/1940.