Leit
Loka

Réttar- og öryggisteymi

Teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðings, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.

Banner mynd fyrir  Réttar- og öryggisteymi

Staðsetning: Göngudeild geðsviðs Kleppi (GDKL) 

Þjónustutími: 08:00 - 16:00  

Hafa samband: Hægt er að hafa samband við ritara Göngudeildar á Kleppi í síma 543-4200 sem tekur við skilaboðum.

Hagnýtar upplýsingar

Teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðings, hjúkrunarfræðings, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa.

Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins.

Teymi réttar- og öryggisgeðþjónustu GDKL sinnir langtíma heildrænni meðferð og eftirfylgd einstaklinga með meðferðardóm með það að markmiði að veita þeim stuðning við að bæta lífsgæði sín og viðhalda bata.

Skjólstæðingar teymisins koma eingöngu frá tveimur deildum: Réttargeðdeild og Öryggisgeðdeild.

Teymi réttar- og öryggisgeðþjónustu beitir gagnreyndum batamiðuðum meðferðum skv. klínískum leiðbeiningum þar með talið:

  • Einstaklingsviðtöl
  • Lyfjameðferð
  • Vímuefnameðferð
  • Bakslagsvarnir
  • Vitjanir í heimahús
  • Efling félagslegrar virkni og tengsla út í samfélagið
  • Hugræn atferlismeðferð
  • Fræðsla og stuðningur við fjölskyldur
  • Stuðningur við nám og atvinnu
  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til heilsueflingar

Tvær tegundir meðferðardóma:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?