Árleg inflúensubólusetning starfsfólks er hafin á Landspítala.
Vorið 2025 heimsóttu fjórir hjúkrunarfræðingar frá Landspítala Ullevål háskólasjúkrahús í Osló til að kynna sér verklag og viðbragðsáætlanir vegna alvarlegra hááhættusmitsjúkdóma, svo sem blæðandi hitasótta á borð við ebólu.
Fagmennska, sem er eitt af skilgreindum gildum Landspítala, er starfsfólki spítalans leiðarljós í störfum sínum. Fagmennska byggist á mannúðareiginleikum svo sem umhyggjusemi, fórnfýsi, heilindum, ábyrgð og virðingu og er undirstaða trausts sem almenningur ber til heilbrigðisstarfsfólks.
Spítalapúlsinn er fréttabréf Landspítala sem kemur út mánaðarlega.
Í dag er alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis. Dagurinn er helgaður því að auka vitund um geðheilbrigðismál og stuðla að andlegri vellíðan.
Málþing sérnáms fór fram 18. september.
Í Fossvogi standa yfir breytingar á skipulagi dag- og legudeilda sem miða að því að bæta þjónustu við sjúklinga og skapa betra vinnuumhverfi fyrir starfsfólk. Breytingarnar, sem nefnast Fossvogsfléttan, eru jafnframt mikilvægur undirbúningur fyrir flutning starfsemi í nýjan meðferðarkjarna á næstu árum.
Hrönn Harðardóttir er nýr deildarstjóri mannauðsdeildar Landspítala frá 1. ágúst 2025.
Forstjóri hefur tekið ákvörðun um að leggja þróunarsvið Landspítala niður frá og með næstu áramótum.
Fulltrúar frá Landspítala tóku þátt í Vísindavöku Rannís um helgina.
Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi forstöðulæknir á kvennadeild Landspítala og prófessor emeritus í fæðingahjálp og kvensjúkdómum, var heiðraður fyrir framlag sitt til þróunar sérnáms á Íslandi á málþingi sérnáms sem haldið var 18. september sl.
Blóðbankinn hefur hafið starfsemi í Kringlunni. Af því tilefni var blásið til opnunarhófs fyrr í dag þar sem Alma Möller heilbrigðisráðherra var á meðal viðstaddra, auk fjölda starfsfólks Blóðbankans.
Landspítali notar vafrakökur m.a. til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun
Nánar um vafrakökunotkun