Gagnvirkt innkaupakerfi Landspítala – Þjónusta iðnaðarmanna
Innkaupadeild Landspítala, f.h. Landspítala, óskar eftir aðilum til þátttöku í innkaupakerfi um þjónustu iðnaðarmanna í tilfallandi verkefnum á sviði iðngreina. Óskað er þátttöku iðnsveina, meistara og fyrirtækja sem starfa á þessum vettvangi. Um er að ræða gagnvirkt innkaupakerfi (DPS) um viðhaldsþjónustu iðnaðarmanna/fyrirtækja.
Innkaupakerfið skiptist í eftirfarandi sjö hluta iðngreina. Sækja skal um aðgengi að þeim hluta iðngreina innan innkaupakerfisins sem umsækjandi vill verða þátttakandi að.
- Húsasmíði (Trésmíði)
- Málun
- Dúklagning og veggfóðrun
- Múrverk
- Rafvirkjun, smáspenna og lágspenna
- Pípulagnir
- Blikksmíði
Innan hverrar iðngreinar eru hæfisflokkar hvað varðar reynslu og menntun, en gerðar eru mismiklar kröfur um reynslu og menntun eftir eðli og umfangi verkefna sem nánar verða tilgreind í lokuðum örútboðum innan kerfisins og framkvæmd verða innan viðkomandi flokka. Ekki liggur fyrir hvað verður keypt á grundvelli samningsins og felur samningurinn ekki í sér loforð um ákveðið magn viðskipta.
Upplýsingar og leiðbeiningar til að skrá sig inn á rafræna útboðskerfið er að finna á vef Fjársýslunnar.
Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð að finna á TendSign, sjá hlekk hér neðar.
Númer | 21371 |
---|---|
Útboðsaðili | Landspítali - Innkaupadeild |
Tegund | Þjónusta, Gagnvirkt innkaupakerfi (DPS) |
Útboðsgögn afhent | 12.04.2021 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 30.04.2026 kl. 00:00 |
Opnun tilboða | 30.04.2026 kl. 00:00 |