Innkaupadeild Landspítala og fjöldi stofnana frá Evrópu og Kanada sem vinna að lyfjainnkaupum stefna að samstarfi og að deila reynslu um samningaviðræður um ný lyf til að styðja við traust aðgengi að nýjum lyfjum.
Áskoranir þjóðanna eru mikið til þær sömu þegar kemur að innkaupum nýrra og kostnaðarsamra lyfja. Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undir þrýstingi vegna aukinna útgjalda til lyfjamála og aukinnar óvissu um virkni nýrra kostnaðarsamra lyfja.
Því er mikilvægt fyrir stofnanir sem vinna að lyfjainnkaupum að hittast, þvert á landamæri, deila reynslu og miðla þekkingu. Að þessu tilefni funduðu stofnanir frá níu mismunandi löndum í júní sl. á tveggja daga vinnustofu í Kaupmannahöfn.
Sjá nánar hér: