Landspítali skal vera til fyrirmyndar í umhverfismálum, vinna stöðugt að úrbótum í umhverfisstarfi sínu[1]. Landspítali fylgir stefnu ríkisins um sjálfbær innkaup þar sem segir að vistvæn innkaup ríkisaðila séu almenn regla[2]. Áherslur Landspítala eru á að:
- Keyptar vörur og þjónusta sem hafa sem minnst umhverfisáhrif og lægstan líftímakostnað.
- Minnkuð sóun á magnvörum, m.a. einnota vörum.
- Umhverfisáhrifum haldið í lágmarki vegna notkunar á varasömum efnum, lyfjum og lyfjagösum.
- Dregið úr myndun úrgangs og endurvinnsla og endurnýting aukin.
Sértækari innkaupakröfur
Landspítali setur umhverfiskröfur í öllum innkaupum þar sem hægt er. Áhersla er á að kaupa vörur sem:
- Eru umhverfismerktar (tegund 1) ef í boði á markaði.
- Innihalda ekki hættuleg efni fyrir heilsu og umhverfi samkvæmt evrópskum lista yfir efni sem skal fasa út í heilbrigðisþjónustu[3]
- Efni (yfir 0,1% af þyngd) á kandidatslista ESB[4] (efni sem eru sterklega grunuð um að hafa alvarleg áhrif á heilsu og umhverfi). Efni á listanum ættu ekki að vera í vörum Landspítala nema að annað sé ekki í boði.
- Efni sem valda krabbameini, stökkbreytingum eða hafa æxlunarhemjandi áhrif (CMR fl 1A eða 1B)
- Polyvinylklóríð (PVC)
- Þalöt
- Bísfenól A (BPA)
- Eldhemjandi efni
- Sýkingahemjandi efni (antimicrobial agents)
- Per- og polyflúoralkyl efni (PFAS)
- Uppfylla Norrænar kröfur um vistvænni umbúðir[5]:
- Minni úrgangur vegna umbúða
- Umbúðir séu hannaðar fyrir endurvinnslu
- Umbúðir séu úr endurunnu efni eða frá sjálfbærum uppsprettum
Meta þarf hverju sinni hvaða kröfur eru viðeigandi.
Landspítali á von á góðri samvinnu við birgja og þjónustuaðila.
[1] https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Um-Landspitala/Stefna-og-starfsaaetlanir/Umhverfismal/umhverfisstefna_lsh_2012.pdf
[2] https://www.rikiskaup.is/static/files/Skjol/sjalfbaer-innkaup-stefna-rikisins-002-.pdf