HERA, stofnun Evrópusambandsins (health emergency preparedness and response authority), heimsótti „Nordisk Lægemiddel Forum“ í Kaupmannahöfn í síðustu viku, til að kynna sér hvernig Norðurlöndin vinna saman að því að efla afhendingaröryggi lyfja með sameiginlegum norrænum útboðum og til að heyra nánar um uppsetningu útboðanna og skipulagningu þeirra.
Danmörk, Noregur og Ísland birtu fyrsta sameiginlega norræna lyfjaútboðið fimm árum eftir að „Nordisk Lægemiddel Forum“ var stofnað. Síðan þá hafa nokkur samnorræn útboð á lyfjum verið auglýst og það nýjasta var með samnorrænum umhverfiskröfum. Það útboð hlaut Evrópsk verðlaun þar sem löndin voru verðlaunuð fyrir framúrskarandi, mikilvægt og umfangsmikið samstarf um sameiginleg norræn útboð og fyrir að vera fyrirmynd fyrir önnur innkaupasamtök. Nýtt norrænt útboð á lyfjum verður auglýst vorið 2024.
Sjá nánar um heimsókn HERA hér: