Heilbrigðisvísindabókasafn er með prufuaðgang að ClinicalKey út mars 2025.
ClinicalKey er aðgengilegt á www.clinicalkey.com á öllum starfsstöðvum Landspítala. Einnig er hægt að komast í ClinicalKey í gegnum fjaraðgang með OpenAthens.
ClinicalKey er alhliða klínísk leitarvél þar sem er hægt að komast í tímarit, rafbækur, myndbönd, myndir, upplýsingar um lyf, klínískar reiknivélar og fleira.
Hægt er að leita eftir hugtökum og takmarka við sérgreinar til að sjá hvað er í boði á einu eða fleiri sviðum. Heilbrigðisvísindabókasafnið hvetur starfsfólk til að senda umsögn um Clinical Key á bokasafn@landspitali.is