Innkaupadeild Landspítala vekur athygli lyfjabirgja á Ísland á að búið er að birta útboð á vegum Sykehusinnkjøp á HIV-lyfjum fyrir Noreg og Ísland (þar sem Ísland er aðili að útboði Sykehusinnkjøp).
Útboðið, 2515 HIV, er að finna á Mercell.no og er frestur til að skila tilboðum til 15. maí n.k. (kl.12:00 að norskum tíma eða kl.10:00 að íslenskum tíma) og verða íslenskir birgjar að skrá sig inn, ætli þeir að bjóða.