Íslenska heilbrigðis hátæknifyrirtækið Ignas í samstarfi við Landspítalann hefur að undanförnu unnið að uppsetningu á lausnum sem ætlað er að efla varnir gegn smitum og spítalasýkingum á deildum spítalans. Um að ræða rauntíma myndgreiningu á mikilvægum atriðum sem hafa hærri áhættustuðul til að bera smit og valda sjúklingum sýkingu, ásamt mælaborðs framsetningu á gögnum þar sem hægt er að bregðast við og hafa yfirsýn í rauntíma. Deildarstjórar ásamt stjórnendum Smit og sóttvarnardeildar fá þannig mikilvæga innsýn til að bregðast hratt við enda öryggi sjúklinga gríðarmikilvægt á Landspítalanum. Tíu deildir taka þátt í þessu verkefni.
„Það er óhætt að segja að samstarf okkar við Landspítalann hefur verið afar gott, hvort sem um ræðir stjórnendur eða heilbrigðisfagfólks. Þetta skiptir miklu máli í vegferð hátækni sprotafyrirtækja í rannsóknum og þróun á lækningartækjum. Allir þátttakendur hafa verið mjög jákvæðir í þessu fyrsta skrefi af mörgum sem er hluti af stærra verkefni, enda mikilvægt málefni um að ræða sem hefur það að markmiði að fækka spítalasýkingum sem kosta heilbrigðiskerfi gríðarlegar upphæðir, fyrir utan áhrif á líf og heilsu sjúklinga og starfsfólks“, segir Alexander Jóhönnuson - Stofnandi og CEO Ignas.