Fyrsti fundur nýrrar framkvæmdastjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss var haldinn í morgun að Eiríksstöðum. Frá sameiningu sjúkrahúsanna í vetur hefur starfandi framkvæmdastjórn stýrt rekstri stofnunarinnar. Nú hafa allir fimm framkvæmdastjórar spítalans hafið störf. Þeir eru Anna Lilja Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri og Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri í aftari röð. Í fremri röð eru Ólöf Erna Adamsdóttir ritari framkvæmdastjórnar, Ingólfur Þórisson framkvæmdastjóri tækni og eigna, Magnús Pétursson forstjóri og Gísli Einarsson framkvæmdastjóri kennslu og fræða.
Fyrsti fundur framkvæmdastjórnar
Framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss á fyrsta fundi