Ákveðið hefur verið að starfsmenn greiði hluta kostnaðar við læknisverk sem þeir njóta á spítalanum. Þetta kemur fram í bréfi forstjóra til formanns starfsmannaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Frá 1. janúar 2001 verður innheimt gjald sem nemur 30% af almennri gjaldtöku sjúklinga og hækkar hlutfallið í 40% árið 2002. Jafnframt verður öll læknisþjónusta við starfsmenn skráð. Ákvörðun um gjaldtöku er tekin í tengslum við sameiningu starfsmannaráða á spítalanum. Í bréfinu kemur líka fram að ákveðið er að spítalinn styðji samruna starfsmannaráðanna með því að leggja fram fé til að jafna réttindi þeirra sem störfuðu á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur í orlofshúsamálum. Þannig verði hægt að fjölga orlofshúsum. Þess má geta að starfsmannaráð vinnur að gerð nýrra úthlutunarreglna vegna orlofshúsa. Í þriðja lagi má lesa í bréfi forstjóra til formanns starfsmannaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, að stjórnarnefnd mælist til þess við starfsmannaráð og yfirstjórn spítalans að efna til árshátíðar þegar heppilegt teljist.
Gjaldtaka fyrir læknisverk og fjölgun orlofshúsa
Gjaldtaka vegna læknisverka, fjölgun orlofshúsa og árshátíð. Þetta þrennt er til umfjöllunar í bréfi forstjóra til formanns starfsmannaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Ákveðið hefur verið að starfsmenn greiði hluta kostnaðar við læknisverk sem þeir njóta á spítalanum. Þetta kemur fram í bréfi forstjóra til formanns starfsmannaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Frá 1. janúar 2001 verður innheimt gjald sem nemur 30% af almennri gjaldtöku sjúklinga og hækkar hlutfallið í 40% árið 2002. Jafnframt verður öll læknisþjónusta við starfsmenn skráð. Ákvörðun um gjaldtöku er tekin í tengslum við sameiningu starfsmannaráða á spítalanum. Í bréfinu kemur líka fram að ákveðið er að spítalinn styðji samruna starfsmannaráðanna með því að leggja fram fé til að jafna réttindi þeirra sem störfuðu á Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur í orlofshúsamálum. Þannig verði hægt að fjölga orlofshúsum. Þess má geta að starfsmannaráð vinnur að gerð nýrra úthlutunarreglna vegna orlofshúsa. Í þriðja lagi má lesa í bréfi forstjóra til formanns starfsmannaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, að stjórnarnefnd mælist til þess við starfsmannaráð og yfirstjórn spítalans að efna til árshátíðar þegar heppilegt teljist.