Bókin Sjúkrahús verður til er komin út, höfundur er Sigurlín M. Gunnarsdóttur fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Borgarspítala. Henni var falið af framkvæmdastjórn SHR að skrifa þessa bók . Á baksíðu kemur eftirfarandi fram um bókina. " Sjúkrahúsrekstur á vegum Reykjavíkurborgar á sér ekki langa sögu, en hún er viðburðarík og merkileg þar sem saga hjúkrunarþjónustu sjúkrastofunarinnar er rekstrinum samofin. Í þessari bók greinir Sigurlín frá upphafi og uppbyggingu hjúkrunarþjónustu á Borgarspítalanum í Reykjavík. Hér á landi eru engar aðgengilegar heimildir til frá fyrri tímum, sem greina frá undirbúnings- og uppbyggingarstörfum hjúkrunarþjónustu á nýju sjúkrahúsi og er eitt markmið bókarinnar að varðveita í rituðu máli þátt hjúkrunar í uppbyggingu sjúkrahússins. Hér er því án efa á ferðinni forvitnilegt innlegg í heim hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, sem hjúkrunarfræðingar komandi ára jafnt sem aðrir geta notið góðs af".
Bókin "Sjúkrahús verður til" er seld í Rauða kross búðunum í anddyrinu í Fossvogi og Kringlunni við Hringbraut. Hún kostar 1.900 krónur.