Dr. Þorvaldur Ingvarsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í bæklunarlækningum á Skurðlækningasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hann er lækningaforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og tekur við nýju starfi eftir nánara samkomulagi um það.
Ákveðið hefur verið að Þorvaldur Ingvarsson verði sviðsstjóri læknisfræðisviðs á Skrifstofu kennslu og fræða.
Þorvaldur er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann lauk sérnámi í bæklunarskurðlækningum við Landskrona Lasarett í Svíþjóð og Háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann hefur verið bæklunarskurðlæknir á FSA síðan 1995 og lækningaforstjóri spítalans frá 1998. Þorvaldur varði doktorsritgerð sína
við Háskólann í Lundi síðastliðið haust, um erfðir slitgigtar í mjöðmum Íslendinga.
Ákveðið hefur verið að Þorvaldur Ingvarsson verði sviðsstjóri læknisfræðisviðs á Skrifstofu kennslu og fræða.
Þorvaldur er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann lauk sérnámi í bæklunarskurðlækningum við Landskrona Lasarett í Svíþjóð og Háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann hefur verið bæklunarskurðlæknir á FSA síðan 1995 og lækningaforstjóri spítalans frá 1998. Þorvaldur varði doktorsritgerð sína
við Háskólann í Lundi síðastliðið haust, um erfðir slitgigtar í mjöðmum Íslendinga.