Á árinu 2000 afhentu ættingjar hjónanna Ólafs Halldórssonar og Sigríðar Hálfdánardóttur, sem bæði eru látin, íbúð þeirra að Eskihlíð 6 en þau höfðu ánafnað hana Barnaspítala Hringsins eftir sinn dag. Íbúðinni er ætlað að vera til afnota fyrir veik börn og foreldra þeirra. Barnasvið hefur nú yfir nokkrum íbúðum að ráða. Allar hafa þessar íbúðir verið mikið notaðar á s.l. ári og þörfin greinilega mjög brýn. Íbúðin í Eskihlíð 6 er því kærkomin viðbót við þessa starfsemi og mun auðvelda aðstandendum barna af landsbyggðinni dvölina í Reykjavík.
Barnaspítalanum færð íbúð að gjöf
Íbúðinni er ætlað að vera til afnota fyrir veik börn og foreldra þeirra. Barnasvið hefur nú yfir nokkrum íbúðum að ráða.